23 prósenta aukning veiðigjalda

Veiðigjöldin hafa hækkað töluvert á undanförnum árum.
Veiðigjöldin hafa hækkað töluvert á undanförnum árum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Íslensk­ar út­gerðir greiddu tæp­lega 6,5 millj­arða í veiðigjöld á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Á sama tíma­bili í fyrra námu veiðigjöld­in rétt rúm­um sjö millj­örðum króna, en þar af voru tæp­lega 1.784 millj­ón­ir vegna loðnu.

Eins og flest­um er kunn­ugt var eng­in loðnu­vertíð síðastliðinn vet­ur og ef veiðigjöld eru skoðuð án gjalda vegna loðnu­veiða voru þau á fyrstu átta mánuðum í fyrra 5,2 millj­arðar. Inn­heimt gjöld án áhrifa loðnu­veiða hafa því auk­ist um tæp 23% milli ára, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Stærstu út­gerðirn­ar greiða um­tals­vert meira í veiðigjöld en smærri út­gerðir þar sem 40% af­slátt­ur er gef­inn af fyrstu átta millj­ón­un­um. Af 912 gjald­skyld­um út­gerðum fyrstu átta mánuði 2024 greiddu 725 út­gerðir inn­an við hálfa millj­ón í veiðigjöld og var sam­an­lögð upp­hæð um 2,8% inn­heimtra veiðigjalda á tíma­bil­inu.

 Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: