Sestur í helgan stein sem leikari

Matt LeBlanc stendur á tímamótum.
Matt LeBlanc stendur á tímamótum. skjáskot/Instagram

Banda­ríski leik­ar­inn Matt LeBlanc er hætt­ur að leika að sögn heim­ild­ar­manns breska fréttamiðils­ins Daily Mail.

LeBlanc, sem sló eft­ir­minni­lega í gegn í hlut­verki Joey Tribb­iani í gam­anþætt­in­um Friends, dró sig hljóðlega í hlé frá sviðsljós­inu í kjöl­far and­láts Matt­hew Perry á síðasta ári og hef­ur víst enga löng­un til þess að snúa aft­ur á skjá­inn. Hann er sagður vilja rækta það sem skipt­ir hann mestu máli, fjöl­skyldu- og vina­sam­bönd.

Leik­ar­inn, sem er 57 ára, hef­ur lítið sést op­in­ber­lega síðustu mánuði og fór síðast með hlut­verk í sjón­varpsþáttaröðinni Man with a Plan sem hætti göngu sinni árið 2020. 

Heim­ild­armaður­inn sagði í sam­tali við blaðið að LeBlanc myndi ein­ung­is íhuga end­ur­komu ef ómót­stæðilegt hlut­verk eða verk­efni myndi banka upp á síðar á lífs­leiðinni.

„Hann er vel sett­ur fjár­hags­lega og bú­inn að ákveða að hann vilji ekki vera í sviðsljós­inu leng­ur. Hann vill njóta lífs­ins og lifa ró­legu lífi.”

Daily Mail

mbl.is