Neita að vera að baki fölsuðu kosningamyndskeiði

Frá kjörstað í New York.
Frá kjörstað í New York. AFP

Yf­ir­völd í Moskvu neita að vera að baki fölsuðu mynd­skeiði sem teng­ist kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.

Í gær birtu þrjár banda­rísk­ar leyniþjón­ustu­stofn­an­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem sagði að rúss­nesk­ir leik­ar­ar væru að baki mynd­skeiði af manni sem seg­ist vera frá Haítí og að hann hafi kosið „nokkr­um sinn­um“ í Georgíu­ríki.

Mynd­skeiðið sem um ræðir er 20 sek­únd­ur og sýn­ir tvo menn í bif­reið sem segj­ast vera Haí­t­í­bú­ar.

Ann­ar mann­anna seg­ist hafa fengið rík­is­borg­ara­rétt á inn­an við sex mánuðum frá því að hann kom til Banda­ríkj­anna og að hann hafi kosið Kamölu Harris í tveim­ur sýsl­um í Georgíu. Þá hvetja menn­irn­ir Haí­t­í­búa til að koma til Banda­ríkj­anna.

Þegar hef­ur verið horft á það hundruðum þúsunda sinn­um á sam­fé­lags­miðlin­um X.

„Þessi rúss­neska starf­semi er hluti af víðtæku átaki Moskvu til þess að vekja til­hæfu­laus­ar spurn­ing­ar um heiðarleika banda­rísku kosn­ing­anna og kynda und­ir sundr­ungu meðal Banda­ríkja­manna,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Ásak­an­irn­ar til­hæfu­laus­ar 

Í yf­ir­lýs­ingu frá rúss­neska sendi­ráðinu í Banda­ríkj­un­um á Tel­egram sagði að ásak­an­ir Banda­ríkja­manna ættu ekki við rök að styðjast.

Þá sagði að Rúss­ar hefðu ekki fengið nein­ar sann­an­ir fyr­ir ásök­un­um Banda­ríkja­manna í sam­skipt­um þeirra við banda­ríska emb­ætt­is­menn.

„Eins og Vla­dimír Pútín hef­ur ít­rekað sagt: við mun­um virða vilja banda­rísku þjóðar­inn­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is