Óljóst hvað Trump mun gjalda mikið fyrir mistökin

Donald Trump á kosningafundi nú á dögunum.
Donald Trump á kosningafundi nú á dögunum. AFP/Getty Images/Chip Somodevilla

Um þrjú til fjög­ur pró­sent af kjós­end­um í Banda­ríkj­un­um eru óákveðnir á þess­um tíma­punkti og af þeim hópi þá mun stór hluti ekki kjósa. Ef Trump tap­ar þá er það vegna verstu frammistöðu for­setafram­boðs á loka­sprett­in­um í sög­unni.

Þetta seg­ir re­públi­kan­inn Mark Camp­bell sem er kosn­ingaráðgjafi og hef­ur verið viðloðinn for­setafram­boð re­públi­kana í nokkra ára­tugi.

„Ef þú ert óákveðinn svona stuttu fyr­ir kjör­dag þá ger­ist eitt af tveim­ur hlut­um. Eitt, þú kýst ekki, eða tvö, þú kýst lík­lega gegn flokkn­um við stjórn­völ­inn nema mót­fram­bjóðand­inn hafi sagt eitt­hvað svo sví­v­irðilegt að þú get­ur ekki kosið hann,“ seg­ir Camp­bell.

Átti að vera auðveld­ur sig­ur

Camp­bell var kosn­inga­stjóri Glen Young­kins, rík­is­stjóra Virg­in­íu, ásamt því að hafa verið hátt­sett­ur [e. Political director] í for­setafram­boðum Ted Cruz og Rudy Giuli­ani. Hann hef­ur einnig starfað fyr­ir Bush-feðgana og þá þjálf­ar hann nú aðra íhalds­sama kosn­inga­stjóra vest­an­hafs.

Hann ræddi við mbl.is um kosn­ing­arn­ar sem verða haldn­ar á þriðju­dag og hef­ur viðtalið verið brotið upp í nokkra hluta.

Camp­bell seg­ir að inn­herja­mæl­ing­ar bendi til þess að Trump muni vinna en hann seg­ir þó Trump og kosn­ingat­eymið hans hafa gert mikið af mis­tök­um á loka­sprett­in­um sem séu að setja lík­leg­an sig­ur í hættu.

„Það sem eng­inn átt­ar sig á er hversu mikið þeir [Trump kosn­ingat­eymið] munu gjalda fyr­ir óþvinguðu mis­tök­in sem Trump hef­ur gert á und­an­förn­um 14 dög­um. Ef Trump tap­ar naum­lega þá verður það vegna verstu síðustu tveggja vikna í kosn­inga­bar­áttu í sög­unni. Trump átti að vinna þess­ar kosn­ing­ar og það átti að verða auðvelt,“ seg­ir Camp­bell.

Mark Campbell.
Mark Camp­bell. Ljós­mynd/​Aðsend

Kjós­end­ur hafi áhyggj­ur af verðhækk­un­um

Hann seg­ir ákveðinn hroka vera í for­setafram­boði Trumps að und­an­förnu og bend­ir hann á því sam­hengi meðal ann­ars á brand­ara uppist­and­ar­ans Tony Hinchclif­fe, sem sagði á kosn­ingaviðburði Trumps að Pú­er­tó Ríkó væri ruslaeyja.

Þar að auki hef­ur Trump verið með ýmis um­deild um­mæli að und­an­förnu á kosn­inga­fund­um eins og til dæm­is um Liz Cheney, fyrr­ver­andi þing­mann re­públi­kana í full­trúa­deild­inni.

„Kjós­end­ur hafa meiri áhyggj­ur af því hversu dýr mat­arkarf­an er og leigu­verð, en ekki hag­kerfið i heild sinni. Ef fjöl­skyld­an á þrjú þúsund doll­ara [425 þúsund krón­ur] á mánuði til að eyða og mat­arkarf­an er dýr­ari og leig­an er dýr­ari þá er það eitt­hvað sem hún tek­ur eft­ir hver ein­ustu mánaðamót.

Hvor­ug­ur fram­bjóðandi er al­menni­lega að ræða hvernig á að leysa það,“ seg­ir hann en bæt­ir þó við að Trump hafi lagt til ýms­ar skatta­lækk­an­ir sem myndu létta byrðina hjá fólki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina