Drónaeftirlit verður einnig í nóvember

Fiskistofa mun hafa eftirlit með drónum í nóvember.
Fiskistofa mun hafa eftirlit með drónum í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Fiski­stofa vek­ur í til­kynn­ingu áat­hygli á því að eft­ir­lits­menn á veg­um stofn­un­ar­inn­ar munu fljúga ómönnuðum loft­för­um til eft­ir­lits í nóv­em­ber Stofn­un­in minn­ir reglu­lega á að eft­ir­lit er viðhaft með slík­um hætti.

„Vilj­um við minna á að all­ar upp­tök­ur eru skoðaðar vel og fisk­ur sem fer fyr­ir borð er teg­und­ar­greind­ur. Fiski­stofa vil því biðja sjó­menn og út­gerðaraðila að kynna sér vel regl­ur og lög um stjórn fisk­veiða.“ seg­ir í til­kynn­ing­unni sem birt var á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Minn­ir Fiski­stofa á að:

  • Óhætt er að sleppa hlýra og ef hann er líf­væn­leg­ur.
  • Skylt er sleppa bein­há­karli, háfi og há­meri, ef líf­væn­leg.
  • Heim­ilt er að sleppa líf­væn­legri tinda­skötu.
  • Sleppa á grá­sleppu sem fæst í  þorsk­fiska­net.
  • Heim­ilt er að sleppa líf­væn­leg­um rauðmaga við hrogn­kelsa­veiðar.
  • Komi lúða um borð í veiðiskip sem meðafli á um­svifa­laust að sleppa líf­væn­legri lúðu.
  • Við línu­veiðar skal sleppa allri lúðu með því að skera á taum lín­unn­ar.
  • Við hand­færa- og sjó­stanga­veiðar á að losa lúðu var­færn­is­lega af krók­um eða skera á lykkju slóðans áður en lúða kem­ur um borð.
mbl.is