Óttast að demókratar steli kosningunum

Stuðningsmenn Trumps mæta á leikvanginn í Reading í Pennsylvaníu.
Stuðningsmenn Trumps mæta á leikvanginn í Reading í Pennsylvaníu. mbl.is/Hermann

„Ég held að við þurf­um hann til að rétta þetta land við,“ seg­ir Cheryl Roe, sjálf­boðaliði á fjölda­fundi for­setafram­bjóðand­ans Don­alds Trump, þegar blaðamaður spyr hana hvers vegna Trump njóti stuðnings henn­ar.

„Þetta eru mjög, mjög mik­il­væg­ar kosn­ing­ar,“ bæt­ir hún við.

Við erum stödd í Rea­ding í Penn­sylvan­íu, mik­il­væg­asta sveiflu­rík­inu fyr­ir kosn­ing­arn­ar á morg­un, þar sem einn nokk­urra fjölda­funda fyr­ir for­setafram­bjóðand­ann verður hald­inn í dag, eða kl. 19 að ís­lensk­um tíma.

Frá leikvangnum í Reading.
Frá leik­vangn­um í Rea­ding. mbl.is/​Her­mann
Cheryl Roe ræddi við blaðamann fyrir fjöldafundinn.
Cheryl Roe ræddi við blaðamann fyr­ir fjölda­fund­inn. mbl.is/​Her­mann

Mik­il­væg­ustu kosn­ing­ar æv­inn­ar

Fyr­ir utan leik­vang­inn er mik­il mann­mergð og sömu­leiðis mik­il stemn­ing.

Sum­ir sem ég hef rætt hér við ótt­ast það að demó­krat­ar muni „stela kosn­ing­un­um“ með ein­hvers kon­ar svindli.

Sjálf seg­ist Cheryl telja þetta mik­il­væg­ustu kosn­ing­ar ævi sinn­ar.

„Ef þetta ger­ist ekki núna þá munu börn­in mín, sem eru á þrítugs­aldri, ekki hafa neitt til að hlakka til.“

Fólk kemur sér fyrir þegar nærri þrír tímar eru þar …
Fólk kem­ur sér fyr­ir þegar nærri þrír tím­ar eru þar til viðburður­inn hefst. mbl.is/​Her­mann
mbl.is