Umhverfissvið eigi vísan stað í helvíti

Peanut hafði öðlast frama sem Instagram-stjarna þegar starfsmenn umhverfissviðs New …
Peanut hafði öðlast frama sem Instagram-stjarna þegar starfsmenn umhverfissviðs New York-borgar ruddust inn á heimili hans og aflífuðu hann. Drápið varð örfáum dögum síðar kosningamál hjá Trump og Vance. Ljósmynd/Instagram

Vara­for­seta­efni banda­ríska for­setafram­bjóðand­ans og fyrr­ver­andi for­set­ans Don­alds Trumps, JD Vance, kveður dráp In­sta­gram-stjörn­unn­ar og gæluíkorn­ans Pe­anuts í New York-borg vekja áleitn­ar spurn­ing­ar um for­gangs­röðun sitj­andi rík­is­stjórn­ar.

Starfs­menn um­hverf­is­sviðs borg­ar­inn­ar fóru á miðviku­dag­inn inn á heim­ili vegna „fjölda ábend­inga al­menn­ings um að þar byggju villt dýr, hugs­an­lega hald­in hundaæði, í trássi við all­ar reglu­gerðir um ör­ygg­is­mál dýra­halds“, eins og aðgerðin var út­skýrð af hálfu sviðsins.

Í kjöl­far þess er Pe­anut beit starfs­mann um­hverf­is­sviðs var dýrið af­lífað og sömu leið fór þvotta­björn­inn Fred á sama heim­ili.

Rík­is­stjórn and­víg gælu­dýra­eign

Hef­ur víg íkorn­ans vakið gríðarlega at­hygli í kjöl­far þess er hann öðlaðist heims­frægð á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram og nýttu for­setafram­bjóðend­ur Re­públi­kana­flokks­ins, þeir Trump og Vance, málið sjón­ar­miðum sín­um til fram­drátt­ar.

„Sama rík­is­stjórn og kær­ir sig koll­ótta um hundruð þúsunda ólög­legra glæpainn­flytj­enda sem koma til lands­ins okk­ar vill ekki að við eig­um gælu­dýr,“ sagði Vance, sem er öld­unga­deild­arþingmaður fyr­ir Ohio-ríki, á kosn­inga­fundi í Norður-Karólínu í gær. „Það er brjálæði,“ sagði hann enn frem­ur, eft­ir að hafa lýst því yfir að Trump hefði brugðist ókvæða við drápi íkorn­ans.

Elon Musk, Tesla- og geim­ferðafrum­kvöðull, snýst á sveif með Trump og Vance og snýr Pe­anut-mál­inu upp í vís­un í þekkta til­vitn­un úr Stjörnu­stríðsmynd frá 1977.

Mark Longo, eig­andi Pe­anuts heit­ins, sak­ar starfs­menn um­hverf­is­sviðs um að hafa farið offari er þeir rudd­ust inn á heim­ili hans í síðustu viku og hef­ur nú hafið rétt­læt­is­her­ferð á lýðnet­inu til varn­ar íkorna sín­um und­ir myllu­merk­inu Justiceforpe­anut eða Rétt­lætifyr­ir­pe­anut. Hafa 140.000 dal­ir þegar safn­ast á söfn­un­ar­síðunni GoFundMe, jafn­v­irði 19,1 millj­ón­ar ís­lenskra króna.

Hæli fyr­ir inn­flytj­end­ur – gælu­dýr drep­in

Nick Langwort­hy, þingmaður New York-rík­is, hef­ur tekið mál Pe­anuts upp á sína arma á sam­fé­lags­miðlum og þar með svar­ist í hóp þeirra sem telja dýrið hafa drep­ist píslar­vætt­is­dauða og með því borið harðráðri rík­is­stjórn ófag­urt vitni.

Held­ur Langwort­hy því fram að Kat­hy Hoch­ul, rík­is­stjóri New York, hafi tor­kenni­lega for­gangs­röð á mál­um rík­is síns. „Í New York rek­um við hæli fyr­ir ólög­lega inn­flytj­end­ur á meðan sak­laus gælu­dýr er drep­in,“ skrif­ar þingmaður­inn á miðla sína.

Sjálf­ur hef­ur Longo, sem horfði upp á starfs­menn um­hverf­is­sviðs New York-borg­ar koma gælu­dýr­um hans fyr­ir katt­ar­nef, lýst því yfir á In­sta­gram að um­hverf­is­svið borg­ar­inn­ar eigi sér „vís­an stað í hel­víti“.

CNN

Fox News

BBC

mbl.is