Brennihveljur geta verið langvarandi vandamál

Armar brennihvelju geta valdið skaða í fiskeldi í langan tíma …
Armar brennihvelju geta valdið skaða í fiskeldi í langan tíma eftir að hveljan er farin af eldissvæðinu. Ljósmynd/Sjávarlíf

Mar­glytt­ur geta valdið fisk­dauða og efna­hags­legu tjóni hjá fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um, jafn­vel löngu eft­ir að mar­glytt­urn­ar eru farn­ar frá svæðinu. Þetta eru meðal niðurstaðna vís­inda­manna sem feng­ust að lokn­um til­raun­um sem gerðar voruí Sand­gerði og í Eyjaf­irði.

Fjallað er um rann­sókn­ina í vísidna­grein­inni „Detached tentac­les of li­on’s mane jel­lyf­ish Cya­nea ca­pillata can injure aquacult­ure fish“ sem birt var ný­lega í vís­inda­tíma­rit­inu Aquacult­ure En­vironment In­teracti­ons.

Sýndu til­raun­irn­ar að „hlaup­kennt dýra­svif (mar­glytt­ur og skyld­ar líf­ver­ur) get­ur valdið fisk­dauða og efna­hags­legu tjóni fyr­ir fisk­eld­is­fyr­ir­tæki þar sem sting­frum­ur í örm­um þess get­ur sært og jafn­vel drepið fisk í kví­um. Þó viðbúnaði gegn mar­glyttu­svörm­um (e. Jel­lyf­ish blooms) sé í aukn­um mæli beitt, hef­ur ekki verið horft til áhrifa frá örm­um mar­glytta sem geta auðveld­lega slitnað af og fljóta þá um. Þess­ir fljót­andi arm­ar með virk­um sting­frum­um, geta sært fisk jafn­vel eft­ir að mar­glyttu­svarm­inn er far­inn frá svæðinu, en óvíst var hversu lengi,“ að því er seg­ir í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Í rann­sókn­inni „var metið með óbein­um hætti hversu lengi þess­ir arm­ar brenni­hvelju (l. Cya­nea ca­pillata), geta mögu­lega sært fisk í kví­um eft­ir að þeir losna frá mar­glytt­un­um sjálf­um.“

Tilraunir voru meðal annars framkvæmdar á tilraunastöð Háskóla Íslands í …
Til­raun­ir voru meðal ann­ars fram­kvæmd­ar á til­rauna­stöð Há­skóla Íslands í Sand­gerði. Ljós­mynd/​Reyn­ir Sveins­son

Til­raun­irn­ar voru gerðar í til­rauna­stöð Há­skóla Íslands í Sand­gerði í eldistönk­um, með örm­um sem voru klippt­ir af brenni­hvelj­um sem var safnað í Eyjaf­irði síðsum­ars. Fram kem­ur að arm­arn­ir og þar með sting­frum­urn­ar héldu fullri getu til að fanga salt­vatns­rækj­ur í 24 daga, og geta því sært fisk í kví­um í þann tíma. Arm­arn­ir hættu síðan að geta veitt bráð frá 26. degi og síðar.

Í færsl­unni seg­ir að þetta kann að vera „fyrstu vís­inda­legu vís­bend­ing­arn­ar sem sýna hversu lengi sting­frum­ur í gripörm­um eru virk­ar eft­ir að þær slitna frá mar­glytt­un­um og þannig mögu­lega skaðað fisk í eldi. Mik­il­vægt er að hafa þess­ar upp­lýs­ing­ar í huga við áhættumat og hönn­un á viðbúnaði við mar­glytt­um í kring­um fisk­eldi.“

mbl.is