„Ég held að okkur takist þetta“

Pat segir verðbólgu og innflytjendamál vera í brennidepli kosninganna. Raunar …
Pat segir verðbólgu og innflytjendamál vera í brennidepli kosninganna. Raunar telur hún móttöku innflytjenda eiga sinn þátt í hækkandi verðbólgu. mbl.is/Hermann Nökkvi

Pat Poprick, einn kjör­manna Penn­sylvan­íu­rík­is og formaður í fram­kvæmda­stjórn re­públi­kana í Bucks-sýslu í Penn­sylvan­íu­ríki, kveðst styðja Don­ald Trump fram­bjóðanda re­públi­kana heils­hug­ar í for­seta­kosn­ing­un­um.

„Ég tel hann vera besta mögu­leik­ann á því að koma okk­ur út úr þeirri klemmu sem við höf­um komið okk­ur í,“ seg­ir hún.

Blaðamaður náði tali af Pat í höfuðstöðvum re­públi­kana í Bucks-sýslu í Penn­sylvan­íu­ríki.

Harris boði breyt­ing­ar til hins verra

Hún seg­ir verðbólgu og inn­flytj­enda­mál vera í brenni­depli kosn­ing­anna. Þá tel­ur hún straum ólög­legra inn­flytj­enda til Banda­ríkj­anna eiga sinn þátt í hækk­andi verðbólgu.

„Þessi mikli straum­ur flótta­manna sem við erum að borga fyr­ir, allt frá hót­el­her­bergj­um, mat og síma, stuðlar að hækk­andi verðbólgu,“ seg­ir hún.

Pat kveðst hafa góða til­finn­ingu fyr­ir kosn­ing­un­um.

„Ég held að okk­ur tak­ist þetta. Það eru svo marg­ir ósátt­ir við ástandið og hún (Kamala Harris) býður ekki upp á breyt­ing­ar eða öllu held­ur breyt­ing­ar til hins verra, enda er hún frjáls­lynd­ari en Biden.“

mbl.is/​Her­mann Nökkvi
mbl.is