Framlengja opnun vegna galla í kosningavélum

Árið 2020 skiptust atkvæði í sýslunni á milli Trumps og …
Árið 2020 skiptust atkvæði í sýslunni á milli Trumps og Joe Biden Bandaríkjaforseta í 70% og 30%, Trump í hag. AFP/Heather Khalifa

Búið er að fram­lengja opn­un á kjör­stöðum í Cambria-sýslu í Penn­sylvan­íu sök­um hug­búnaðargalla í kosn­inga­vél­um í sýsl­unni.

Íbúar sýsl­unn­ar eru tald­ir að mestu styðja Don­ald Trump fram­bjóðanda re­públi­kana.

Dóm­stóll í Penn­sylvan­íu veitti í flýti leyfi fyr­ir fram­leng­ing­unni og er búið að lengja þann tíma sem kjörstaðir eru opn­ir um tvær klukku­stund­ir.

Árið 2020 skipt­ust at­kvæði í sýsl­unni á milli Trumps og Joe Biden Banda­ríkja­for­seta í 70% og 30%, Trump í hag. 

Af sjö sveiflu­ríkj­um er Penn­sylvan­ía það ríki sem hef­ur að geyma flesta kjör­menn.

Sök­um hug­búnaðargall­ans gátu sum­ir kjós­end­ur ekki svarað kjör­seðli sín­um að fullu. Fyr­ir vikið var málið dregið fyr­ir dóm og gefið var leyfi fyr­ir fram­leng­ing­unni.

mbl.is