Maður sem lyktaði af eldsneyti handtekinn

Maðurinn var handtekinn stuttlega eftir hádegi í dag.
Maðurinn var handtekinn stuttlega eftir hádegi í dag. AFP/Roberto Scmidt

Þing­hús­lög­regl­an í Washingt­on hand­tók í dag mann sem lyktaði af eldsneyti, og bar öfl­ug­an kveikjara og blys­byssu, í mót­töku þings­ins fyrr í dag.

Maður­inn hafði einnig papp­íra meðferðis sem hann kvaðst vilja af­henda þing­inu.

Sam­kvæmt heim­ild­um Washingt­on Post var maður­inn um tví­tugt og er hann tal­inn vera frá Michigan.

Ekki sagst tengj­ast kosn­ing­un­um

Maður­inn kom inn í bygg­ing­una 20 mín­út­ur yfir tólf að staðar­tíma og var hand­tek­inn þegar hann fór í gegn­um ör­ygg­is­leit­ina í mót­tök­unni. Hann var í frakka og með bak­poka.

„Það bend­ir ekk­ert til þess að þessi upp á koma hafi tengst kosn­ing­un­um í dag,“ sagði J. Tom­as Man­ger yf­ir­lög­regluþjónn

Lög­regl­an rann­sak­ar at­vikið.

mbl.is