Óttast takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi

Robert Hankel, stuðningsmaður Harris, segir að ekki megi leyfa Trump …
Robert Hankel, stuðningsmaður Harris, segir að ekki megi leyfa Trump að koma nálægt embættinu að nýju. mbl.is/Hermann Nökkvi

Stuðnings­maður Kamölu Harris kveðst styðja hana vegna stefnu­mála henn­ar sem hann seg­ir vera betri en stefnu­mál Don­ald Trumps. Hann hef­ur áhyggj­ur af því að komi til sig­urs Trumps verði aðgengi að þung­un­ar­rofi tak­markað.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Robert Han­kel á kjörstað í Doy­lestown í Bucks-sýslu, mik­il­vægri sýslu í Penn­sylvan­íu­ríki Banda­ríkj­anna.

Megi ekki koma ná­lægt embætt­inu 

Löng röð leiddi að kjörstaðnum fyrr í dag og var kjör­sókn mik­il að sögn starfs­manna. Svo virðist sem hlut­fall kjós­enda re­públi­kana og kjós­enda demó­krata sé svipað á kjörstaðnum.

Spurður hvers vegna hann hyggst kjósa Kamölu Harris seg­ist Robert styðja stefnu­mál henn­ar frek­ar er áherslu­mál Trumps og seg­ir Trump van­hæf­an til að gegna embætti for­seta Banda­ríkj­anna og að ekki eigi að leyfa hon­um að koma ná­lægt embætt­inu að nýju.

„Þannig, sátt­ur, styð ég Harris og hlakka til að sjá hana vinna.“

mbl.is/​Her­mann Nökkvi

Já­kvæður með fyr­ir­vara 

Aðgengi að þung­un­ar­rofi er stórt kosn­inga­mál vest­an­hafs og hef­ur Robert áhyggj­ur af því að sett­ar verði tak­mark­an­ir á aðgengi að þung­un­ar­rofi á landsvísu beri Trump sig­ur úr být­um.

„Ég trúi því að re­públi­kana­flokk­ur­inn muni inn­leiða lög­bann á þung­un­ar­rof í öll­um fimm­tíu ríkj­un­um, þannig ég vil klár­lega koma í veg fyr­ir það.“

Penn­sylvan­íu­ríki er sveiflu­ríki í kosn­ing­un­um, það býr einnig að flest­um kjör­mönn­um sveiflu­ríkj­anna og gegn­ir þannig veiga­miklu hlut­verki í úr­slit­um kosn­ing­anna.

Robert kveðst vera vongóður um að Harris verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna, en að það sé með fyr­ir­vara.

mbl.is/​Her­mann Nökkvi
mbl.is