Trump búinn að greiða atkvæði

Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melaniu á kjörstað fyrr í …
Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melaniu á kjörstað fyrr í dag þar sem þau greiddu atkvæði í forsetakosningunum. AFP/CHIP SOMODEVILLA

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins, fer full­ur sjálfs­trausts inn í kjör­dag. Þegar hann greiddi at­kvæði í dag sagðist hann hafa fulla trú á að kosn­inga­her­ferð hans muni skila ár­angri.

Trump og eig­in­kona hans Mel­ania greiddu at­kvæði á kjörstað í West Palm Beach í Flórída­ríki.

Sagði Trump við blaðamenn á staðnum að hann tryði því að kosn­inga­her­ferð sín hefði verið mjög góð gegn keppi­naut sín­um Kamölu Harris.

Þá sagðist hann einnig að hann myndi viður­kenna ósig­ur ef kosn­ing­in yrði sann­gjörn.

„Ef ég tapa kosn­ing­un­um, ef þetta eru sann­gjörn úr­slit, þá myndi ég verða sá fyrsti til að viður­kenna það.“

Stuðnings­menn­irn­ir ekki of­beld­is­menn

Trump ít­rekaði þó gagn­rýni sína á ra­f­ræn­ar kosn­inga­vél­ar og gaf hann til kynna að þær væru óör­ugg­ari en at­kvæðaseðlar á papp­ír.

Spurður að því hvort hann óttaðist að stuðnings­menn hans myndu bregðast við með of­beld­is­full­um hætti eft­ir kosn­ing­arn­ar, ef hann bæri ekki sig­ur úr být­um, og hvort hann myndi hvetja stuðnings­menn sína til að halda aft­ur af sér gagn­rýndi hann spurn­ingu blaðamanns­ins.

„Ég þarf ekki að segja þeim það, að það verði ekk­ert of­beldi. Auðvitað verður ekk­ert of­beldi. Stuðnings­menn mín­ir eru ekki of­beld­is­menn,“ sagði Trump.

mbl.is