Adam Lambert frumsýndi myndarlegt þyngdartap

Adam Lambert var í góðu stuði er hann yfirgaf höfuðstöðvar …
Adam Lambert var í góðu stuði er hann yfirgaf höfuðstöðvar NBC íklæddur himinbláum jakkafötum. Samsett mynd

Banda­ríski tón­list­armaður­inn Adam Lambert, sem reis til frægðar árið 2009 þegar hann tók þátt í hæfi­leika­keppn­inni American Idol, hef­ur misst hátt í 30 kíló á síðustu átta mánuðum með hjálp blóðsyk­urs- og þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfs­ins Mounjaro.

Lambert, 42 ára, frum­sýndi mynd­ar­legt þyngd­artap sitt í morg­unþætt­in­um Today á þriðju­dag og var ljós­myndaður í bak og fyr­ir er hann yf­ir­gaf höfuðstöðvar NBC seinna um dag­inn.

Tón­list­armaður­inn, sem er í dag söngv­ari bresku rokksveit­ar­inn­ar Qu­een, viður­kenndi í spjalli við fylgj­end­ur sína á sam­fé­lags­miðlasíðunni In­sta­gram í mars að hann væri byrjaður að taka inn þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf.

„Mér líður dá­sam­lega vel,” sagði Lambert og viður­kenndi einnig að hann hafi fengið Ozempic, hið svo­kallaða „töfra­lyf“ Hollywood-elít­unn­ar, upp­áskrifað í fyrstu til að koma jafn­vægi á blóðsyk­ur­inn en að hann hafi hætt sök­um al­var­legra auka­verk­ana.

mbl.is