Bjarni óskar Trump til hamingju

Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur óskað banda­ríska for­setafram­bjóðand­an­um Don­ald Trump til ham­ingju með sig­ur­inn, en lík­legt þykir að Trump hafi unnið for­seta­kosn­ing­arn­ar sem fram fóru í Banda­ríkj­un­um í nótt.

Þjóðarleiðtog­ar hinna Norður­land­anna hafa einnig sent fram­bjóðand­an­um kveðjur.

„Til ham­ingju [Trump] með sig­ur­inn í banda­rísku kosn­ing­un­um. Banda­rík­in eru sterk­asti bandamaður Íslands og stærsti viðskiptaaðili. Ég hlakka til að vinna með Trump-stjórn­inni að því að efla okk­ar langa sam­band sem vin­ir og banda­menn,“ skrif­ar Bjarni á X, áður Twitter.

Auk leiðtoga Norður­land­anna hafa Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, óskað Trump til ham­ingju. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Volodimír Selenskí …
Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra Íslands, Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti, Ulf Kristers­son for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Al­ex­and­er Stubb for­seti Finn­lands og Jon­as Gahr Støre for­sæt­is­ráðherra Nor­egs hafa óskað Trump til ham­ingju. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið sænska

Mik­il­væg­ustu banda­menn allra?

„Til ham­ingju með kosn­ing­arn­ar, Don­ald Trump,“ skrif­ar Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dana, í yf­ir­lýs­ingu sem birt­ist á vef danska for­sæt­is ráðuneyt­is­ins í morg­un. „Banda­rík­in eru mik­il­væg­ustu banda­menn okk­ar.“

Í því sam­hengi nefn­ir Frederik­sen sér­stak­lega alþjóðasam­vinnu til að tak­ast á við ógn­ir á borð við Rúss­land. „Það á sér­stak­lega við í Úkraínu, þar sem þörf er á að halda áfram okk­ar stuðningi við þeirra frels­is­bar­áttu. Þannig yrði það ekki mögu­legt fyr­ir Rússa að halda áfram stríðinu í Úkraínu.“

Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, send­ir for­setafram­bjóðand­an­um kveðjur á X. „Ég óska [Don­ald Trump] til ham­ingju með að vera kjör­inn næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Ég hlakka til að vinna sam­an og halda áfram frá­bæru sam­bandi Banda­ríkj­anna og Svíþjóðar sem vin­ir og banda­menn.“

Einnig ósk­ar Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, Trump til ham­ingju.

„Fyr­ir hönd norsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar vil ég óska Don­ald Trump til ham­ingju með sig­ur­inn í for­seta­kosn­ing­un­um,“ skrif­ar Støre á X, og tek­ur einnig fram að Banda­rík­in séu mik­il­væg­ustu banda­menn Norðmanna. 

Al­ex­and­er Stubb, for­seti Finn­lands, hef­ur einnig óskað Trump til ham­ingju. „Ég hlakka til að vinna náið með þér og þinni rík­is­stjórn og tak­ast á við þær mik­il­vægu áskor­an­ir sam­tím­ans. Finn­land og Banda­rík­in eru nán­ir banda­menn á fjölda sviða, þeirra á meðal eru ör­yggi, tækni og viðskipti.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina