Demókratar þramma heim í myrkrinu meðan repúblikanar dansa

Stuðningsmenn Trumps voru himinlifandi yfir sigrinum.
Stuðningsmenn Trumps voru himinlifandi yfir sigrinum. AFP

Stuðnings­menn Don­alds Trumps fögnuðu nýja Banda­ríkja­for­set­an­um hátíðlega á sam­komu í Flórída­ríki í morg­un eft­ir að hann hafði lýst yfir sigri í for­seta­kosn­ing­un­um.

Hinn 68 ára Ted Sar­van­is svaraði dans­andi þegar AFP-frétta­veit­an spurði hvernig til­finn­ing­in væri. „Ein­stök,“ svaraði hann.

„Þetta er stærsti stjórn­mála­at­b­urður Banda­ríkja­manna í sögu lands­ins,“ bætti hann við.

Blaðamaður AFP ræddi við Sar­van­is er hann stóð ná­lægt sviðinu þar sem Trump hafði ný­verið lýst yfir sigri í ræðu en þá var Fox News eina stóra sjón­varps­stöðin í land­inu sem hafði lýst yfir sigri Trumps.

Stuðningsmenn Harris ganga vonsviknir heim af kosningavöku í Howard-háskólanum í …
Stuðnings­menn Harris ganga von­svikn­ir heim af kosn­inga­vöku í How­ard-há­skól­an­um í Washingt­on-ríki. AFP

Sig­ur sem „landið hef­ur aldrei séð áður“

Trump sagði í ræðu sinni hafa unnið „póli­tísk­an sig­ur sem landið okk­ar hef­ur aldrei séð áður“.

Stemn­ing­in var önn­ur á kosn­inga­vöku Kamölu Harris í How­ard-há­skól­an­um í Washingt­on þar sem stuðnings­menn Demó­krata­flokks­ins þrömmuðu heim í myrkr­inu í Washingt­on eft­ir að kosn­ingat­eymi Harris til­kynnti að vara­for­set­inn myndi ekki taka til máls á kosn­ing­anótt.

„Ég er hrædd, ég er kvíðin núna,“ sagði Char­lyn And­er­son við AFP-frétta­stof­una fyrr um kvöldið. „Við gef­umst ekki upp fyrr en það er búið en ég er hrædd.“

Á viðburði Trumps í Palm Beach mátti ým­ist sjá karla í form­leg­um klæðnaði og kon­ur í kjól­um en einnig harðlín­ustuðnings­menn Trumps, meðal ann­ars einn sem bar nafn stjórn­mála­hetju sinn­ar á leður­vesti.

Auk þess höfðu marg­ir hinar frægu – eða al­ræmdu – rauðu MAGA-der­húf­ur á höfði.

„Mér finnst mér vera létt. Ég var svo­lítið hrædd, því maður vissi aldrei hvernig þetta færi,“ sagði hin 45 ára Stacy Kurtz við AFP.

mbl.is