Fyrstu kjörmönnum úthlutað

Fyrstu kjörstöðunum hefur verið lokað.
Fyrstu kjörstöðunum hefur verið lokað. AFP/Silvio Campos

Kjörstaðir hafa lokað í Georgíu, Indi­ana, Kentucky, Suður-Karólínu, Vermont og Virg­in­íu.

ABC og New York Times greina frá því að Don­ald Trump sé bú­inn að tryggja sér kjör­menn Kentucky, sem eru átta tals­ins, og Indi­ana, sem eru ell­efu tals­ins. Þá hafi Kamala Harris tryggt sér kjör­menn Vermont, sem eru þrír tals­ins.

Ekki er búið að telja öll at­kvæði í ríkj­un­um en hvorki Kentucky, Indi­ana né Vermont eru sveiflu­ríki. Helstu fréttamiðlar vest­an­hafs telja sig því geta full­yrt um þessa út­komu, sem var viðbúin.

Til að tryggja sér sig­ur þarf ann­ar fram­bjóðand­inn að tryggja sér 270 kjör­menn í heild­ina. Úrslit kosn­ing­anna munu að öll­um lík­ind­um ráðast í sveiflu­ríkj­un­um sjö, Penn­sylvan­íu, Michigan, Wiscons­in, Norður-Karólínu, Georgíu, Arizona og Nevada.

mbl.is