Harris hringdi í Trump

Kamala Harris hringdi í nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, rétt …
Kamala Harris hringdi í nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, rétt í þessu. AFP

Vara­for­seti Banda­ríkj­anna og for­setafram­bjóðand­inn Kamala Harris hef­ur óskað ný­kjörn­um for­seta lands­ins, Don­ald Trump, til ham­ingju með sig­ur­inn sím­leiðis. 

BBC greindi frá.

Harris var fram­boðsefni demó­krata en ljóst varð í dag að Trump hafði bet­ur gegn henni. Hefði Harris orðið fyrsta kon­an til að gegna embætt­inu hefði hún unnið kosn­ing­arn­ar.

Í sím­tali sínu við Trump lagði Harris áherslu á friðsam­leg valda­skipti í janú­ar og mik­il­vægi þess að vera for­seti allra Banda­ríkja­manna.

Bú­ist er við að Harris ávarpi al­menn­ing frá How­ard-há­skóla síðar í dag en hún út­skrifaðist sjálf frá há­skól­an­um árið 1986.

mbl.is