Obama óskar Trump til hamingju

Obama var stuðningsmaður Kamölu Harris.
Obama var stuðningsmaður Kamölu Harris. AFP/Spencer Platt

Barack Obama fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti hef­ur óskað Don­ald Trump til ham­ingju með sig­ur­inn í kosn­ing­un­um. Í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér ít­rek­ar hann mik­il­vægi þess að valda­skipt­in fari fram með friðsam­leg­um hætti. 

Obama lýsti op­in­ber­lega yfir stuðningi við Kamölu Harris og kom fram á fjölda kosn­inga­funda með henni í aðdrag­anda kosn­ing­anna. 

„Þetta er aug­ljós­lega ekki niðurstaðan sem við höfðum von­ast eft­ir. En að lifa í lýðræðis­ríki snýst um að viður­kenna að sjón­ar­mið okk­ar skila ekki alltaf sigri, og þá verðum við að vera vilj­ug til að samþykkja friðsam­leg valda­skipti,“ sagði Obama. 

Harris hringdi í Trump  

Harris ávarpaði al­menn­ing í fyrsta skipti í kvöld eft­ir að Trump var kjör­inn for­seti. Hún und­ir­strikaði að nauðsyn­legt væri að virða niður­stöður kosn­inga.

Fyrr í dag óskaði hún Trump til ham­ingju með sig­ur­inn sím­leiðis. Þá full­vissaði hún hann um að valda­skipt­in færu friðsam­lega fram ólíkt því sem Trump gerði árið 2021 þegar Joe Biden Banda­ríkja­for­seti tók við völd­um. 

Trump verður form­lega sett­ur í embætti for­seta Banda­ríkj­anna 20. janú­ar. 

mbl.is