Repúblikanar taka yfir öldungadeildina

Repúblikanar hrósa sigri.
Repúblikanar hrósa sigri. AFP

Re­públi­kan­ar hafa fengið 51 þing­mann kjör­inn í öld­unga­deild­ina af hundrað og fá þar með meiri­hluta.

Demó­krat­ar hafa misst tvö þing­sæti til re­públi­kana í öld­unga­deild­inni og eru völd­in því kom­in í hend­ur síðar­nefnda flokks­ins.

Fyrst í Vest­ur-Virg­in­íu þar sem Jim Justice hafði bet­ur gegn demó­krat­an­um Glenn Elliott.

Síðar í Ohio þar sem Bernie Mor­eno lagði demó­krat­ann og öld­unga­deild­arþing­mann til margra ára, Sherrod Brown.

mbl.is