Rochester hafði betur gegn Hansen

Lisa Blunt Rochester ásamt Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Lisa Blunt Rochester ásamt Joe Biden Bandaríkjaforseta. AFP/Andre Cabellero-Reynolds

Demó­krat­inn Lisa Blunt Rochester verður fyrsta svarta kon­an í Delaware til að hljóta kjör í öld­unga­deild Banda­ríkj­anna sam­kvæmt út­göngu­spám.

Hún og re­públi­kan­inn Eric Han­sen öttu kappi um sæti öld­unga­deild­arþing­manns­ins og demó­krat­ans Tom Carper en hann sótt­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri.

Þá hef­ur demó­krat­inn Matt Meyer verið kjör­inn rík­is­stjóri Delaware, sam­kvæmt út­göngu­spám. Re­públi­kan­inn Mike Ramo­ne sótt­ist einnig eft­ir embætt­inu. Rík­is­stjór­inn John Car­ney stíg­ur til hliðar. 

mbl.is