Sanders endurkjörinn og Justice tekur sæti demókrata

Bernie Sanders tryggir sér fjórða kjörtímabilið í öldungadeildinni.
Bernie Sanders tryggir sér fjórða kjörtímabilið í öldungadeildinni. AFP/Scott Eisen

Demó­krat­inn Bernie Sand­ers held­ur sæti sínu sem ann­ar öld­unga­deild­arþingmaður Vermont-rík­is. Hann hafði bet­ur gegn re­públi­kan­um Ger­ald Malloy. 

AP-frétta­stof­an grein­ir frá. 

Sand­ers, sem er 83 ára gam­all, hef­ur þegar setið þrjú kjör­tíma­bil sem öld­ung­ar­deild­arþingmaður og trygg­ir sér nú sex ár í sæt­inu til viðbót­ar.

Þá hafði re­públi­kan­inn Jim Justice bet­ur gegn demó­krat­an­um Glenn Elliott í bar­átt­unni um öld­unga­deild­arþing­sæti fyr­ir Vest­ur-Virg­in­íu. Tek­ur hann sæti demó­krat­ans Joe Manchin sem er að setj­ast í helg­an stein. 

Justice hef­ur gegnt embætti rík­is­stjóra Vest­ur-Virg­in­íu frá ár­inu 2017. 

mbl.is