Segir enga hættu steðja að almenningi

Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu.
Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu. AFP/Saul Loeb

Rík­is­stjóri Penn­sylvan­íu, Josh Shap­iro, seg­ir að ekki beri að taka sprengju­hót­an­irn­ar sem bár­ust kjör­stöðum í dag al­var­lega. Eng­in hætta steðji að al­menn­ingi.

Hann ræddi við blaðamenn stutt­lega eft­ir að kjör­stöðum var lokað í rík­inu.

„Á síðasta klukku­tím­an­um hef­ur fjöldi sprengju­hót­ana borist kjör­stöðum og bygg­ing­um hins op­in­bera vítt og breitt um Penn­sylvan­íu,“ sagði Shap­iro og bætti við: „Hingað til hef­ur eng­in raun­veru­leg hætta skap­ast fyr­ir al­menn­ing.“

Yf­ir­völd í Arizona og Georgíu hafa einnig greint frá sprengju­hót­un­um sem bár­ust kjör­stöðum í þeirra ríkj­um.

Tek­ur tíma að telja rétt

Shap­iro sagði þúsund­ir þjálfaðra sjálf­boðaliða nú vinna að því að telja at­kvæði í Penn­sylvan­íu.

Þá kvaðst hann vilja full­vissa alla þá sem fylgd­ust með kosn­ing­un­um í Penn­sylvan­íu að hvert og eitt ein­asta lög­lega at­kvæði yrði talið. Hann bað þó fólk um að sýna þol­in­mæði.

„Að telja millj­ón­ir at­kvæða ná­kvæm­lega tek­ur tíma. Við vilj­um gera þetta rétt,“ sagði hann. 

mbl.is