Segir sigur Trumps muni halda NATO sterku

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins.
Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins. AFP

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri At­lands­hafs­banda­lags­ins (NATO), ósk­ar Don­ald Trump með sig­ur­inn í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um og seg­ir að end­ur­koma hans muni hjálpa til að halda At­lands­hafs­banda­lag­inu sterku.

„For­ysta hans verður aft­ur lyk­ill­inn að því að halda banda­lag­inu okk­ar sterku. Ég hlakka til að vinna með hon­um aft­ur til að efla frið með styrk í gegn­um NATO,“ seg­ir Rutte í yf­ir­lýs­ingu sem hann birt­ir á sam­fé­lags­miðlin­um X.

mbl.is