Segist hafa skráð nafn sitt á spjöld sögunnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Don­ald Trump seg­ist hafa skráð nafn sitt á spjöld sög­unn­ar með því að hafa verið kjör­inn nýr for­seti Banda­ríkj­anna.

    Áður hafði sjón­varps­stöðin Fox News lýst yfir sigri Trumps í kosn­ing­un­um. 

    „Þetta er magnaður sig­ur fyr­ir banda­rísku þjóðina sem verður til þess að Banda­rík­in verða frá­bær aft­ur,“ sagði Trump í Flórída-ríki.  

    Í langri ræðu sinni kvaðst hafa unnið póli­tísk­an sig­ur sem aldrei áður hefði sést í sögu Banda­ríkj­anna.

    „Við mun­um eiga frá­bær fjög­ur ár og snúa land­inu við og gera eitt­hvað sér­stakt,“ sagði Trump í ræðu sinni. 

    „Við mun­um girða landa­mær­in af,“ sagði hann jafn­framt og lofaði því að koma í veg fyr­ir að ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur kæmu til Banda­ríkj­anna.

    Donald Trump flytur ræðu sína í Flórída.
    Don­ald Trump flyt­ur ræðu sína í Flórída. AFP/​Jim Wat­son

    „Við ætl­um að hjálpa þjóðinni við að græða sár­in, við ætl­um að hjálpa þjóðinni okk­ar að græða sár­in. Þjóðin þarf á hjálp að halda og hún þarf sár­lega á henni að halda,“ sagði Trump einnig og minnt­ist í ræðu sinni á auðjöf­ur­inn Elon Musk og kylf­ing­inn Bry­son DeCham­beau. Steig sá síðar­nefndi upp á svið til hans.

    Trump ásamt konu sinni Melaniu Trump og syni þeirra Barron …
    Trump ásamt konu sinni Mel­aniu Trump og syni þeirra Barron Trump. AFP/​Joe Raedle

    Örugg­ari, rík­ari og sterk­ari

    Trump sagði marga hafa sagt hon­um að ástæða væri fyr­ir því að guð hefði hlíft hon­um eft­ir að hon­um var sýnt bana­til­ræði. Hann sagði Banda­rík­in verða ör­ugg­ari, rík­ari og sterk­ari en nokkru sinni fyrr og sagði um sig­ur lýðræðis­ins að ræða. Hann kvaðst ekki ætla í stríð held­ur þess í stað stöðva stríð.

    Donald Trump uppi á sviði í morgun.
    Don­ald Trump uppi á sviði í morg­un. AFP/​Jim Wat­son
    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina