Selenskí óskaði Trump til hamingju

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP/Nhac Nguyen

Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar hafa óskað Don­ald Trump til ham­ingju með sig­ur­inn í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um, þar á meðal Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.

Selenskí sagðist vona að sig­ur Trumps yrði til þess að færa  „rétt­mæt­an frið nær í Úkraínu“. 

„Ég kann að meta viðhorf Trumps til nálg­un­ar­inn­ar „friður í gegn­um styrk“ í alþjóðamál­um. Þetta er ná­kvæm­lega það sem get­ur fært rétt­mæt­an frið nær Úkraínu,” sagði Selenskí.

Mesta end­ur­koma sög­unn­ar

„Til ham­ingju með mestu end­ur­komu sög­unn­ar!“ sagði Net­anja­hú og bætti við að um nýtt upp­haf væri að ræða fyr­ir Banda­rík­in og sig­ur­inn væri magnaður.

Emmanuel Macron.
Emm­anu­el Macron. AFP/​Ludovic Mar­in

Macron sagðist vera til­bú­inn til að starfa með Trump „af virðingu og með metnað í huga“ líkt og „okk­ur tókst að gera í fjög­ur ár“.

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, óskaði Trump til ham­ingju með „sögu­leg­an kosn­inga­sig­ur” og bætti við að sér­stakt sam­band Bret­lands og Banda­ríkj­anna  myndi „halda áfram að blómstra”.

Pedro Sanchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, óskaði Trump einnig til ham­ingju og sagði að þjóðirn­ar ættu eft­ir að mynda „sterkt sam­band yfir Atlants­hafið“.

mbl.is