Svona er staðan í sveifluríkjunum

Samsett mynd af Trump og Harris.
Samsett mynd af Trump og Harris. AFP/Kamil Krzachzynski og Andrew Caballeru-Reynolds

Kann­an­ir í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um virðast hafa verið sann­spá­ar um að afar mjótt yrði á mun­um í sveiflu­ríkj­un­um svo­kölluðu.

Úrslit kosn­ing­anna ráðast að öll­um lík­ind­um í þeim ríkj­um, sem eru sjö tals­ins: Penn­sylvan­ía, Michigan, Wiscons­in, Norður-Karólína, Georgía, Arizona og Nevada.

Hvergi er taln­ingu lokið og hafa fjöl­miðlar vest­an­hafs ekki enn full­yrt um úr­slit kosn­ing­anna í neinu sveiflu­ríki.

Hall­ast að Trump

Tvö ríki eru þó far­in að hall­ast að öðrum fram­bjóðand­an­um.

Trump leiðir með ágætu for­skoti í Georgíu og Norður-Karólínu. Nú þegar búið er að telja 85% at­kvæða í Georgíu leiðir Trump með 52% tal­inna at­kvæða en Harris hef­ur þar fengið 48% at­kvæða.

Í Norður-Karolínu leiðir hann með 52% tal­inna at­kvæða en þar hafa 76% at­kvæði verið tal­in. Harris er þar með 46% tal­inna at­kvæða.

Harris leiðir í Penn­sylvan­íu

Mun­ur­inn er ekki mik­ill en hann er enn minni í hinum sveiflu­ríkj­un­um.

Í Penn­sylvan­íu, sem marg­ir telja að muni ráða úr­slit­um kosn­ing­anna á landsvísu, leiðir Harris með 51% tal­inna at­kvæða, þegar tal­in hafa verið 54% at­kvæða.

Í Wiscons­in hafa verið tal­in 48% at­kvæða. Trump leiðir þar með 49,7% töld­um at­kvæða gegn 48,8% at­kvæðum Harris.

Harris leiðir með 49,7% tal­inna at­kvæða gegn 48,6% at­kvæðum Trumps. Þar hafa 22% at­kvæði verið tal­in.

Arizona og Nevada

Í Arizona leiðir Harris með 49,9% tal­inna at­kvæða gegn 49,3% at­kvæða Trumps, þegar 51% at­kvæða hafa verið tal­in. Talið er að þau at­kvæði sem eft­ir eru í Arizona gætu verið hliðholl­ari Trump.

Ekki eru komn­ar töl­ur fyr­ir Nevada.

mbl.is