Telur Trump hafa sigrað í fyrsta sveifluríkinu

Farið yfir kvittanir vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna í Georgíu.
Farið yfir kvittanir vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna í Georgíu. AFP

Don­ald Trump fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna er með of mikið for­skot, þegar litið er til tal­inna at­kvæða í Georgíu­ríki, til að vara­for­set­inn Kamala Harris geti unnið það upp.

Þetta er mat Brads Raffen­sper­ger, inn­an­rík­is­ráðherra Georgíu, sem til­kynnti þetta á blaðamanna­fundi rétt í þessu.

Þar með væri eitt sveiflu­ríkj­anna sjö fallið í skaut Trumps. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti sigraði í rík­inu árið 2020.

mbl.is