Trump nálgast 270 kjörmenn

Stuðningsmenn Trumps fagna í Wisconsin.
Stuðningsmenn Trumps fagna í Wisconsin. AFP/Alex Wroblewski

Don­ald Trump hef­ur tryggt sér 266 kjör­menn af þeim 270 sem hann þarf til að tryggja sér for­seta­embættið í Banda­ríkj­un­um.

Þar á meðal hef­ur því verið spáð að hann hafi borið sig­ur úr být­um í þrem­ur sveiflu­ríkj­um, Georgíu, Norður-Karólínu og Penn­sylvan­íu.

Kamala Harris hef­ur náð 218 kjör­mönn­um, þar á meðal í Kali­forn­íu, New York og höfuðborg­inni Washingt­on.

Upp­fært kl. 9.05:

Harris hef­ur núna náð 219 kjör­mönn­um. 

mbl.is