Trump sigrar í öðru sveifluríki

Frá kjörstað í Norður-Karólínu.
Frá kjörstað í Norður-Karólínu. AFP

Don­ald Trump mun bera sig­ur úr být­um þegar öll at­kvæði verða tal­in upp úr kjör­köss­un­um í Norður-Karólínu.

Þetta er mat grein­ing­ar­deild­ar dag­blaðsins New York Times.

Þar með er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an í tveim­ur af sveiflu­ríkj­un­um sjö, því þegar hef­ur inn­an­rík­is­ráðherra Georgíu sagt for­skot hans of mikið til að Kamala Harris geti unnið það upp í því ríki.

mbl.is