„Við verðum að virða niðurstöðu kosninganna“

Kamala Harris sagði sér og öðrum bera skylda til að …
Kamala Harris sagði sér og öðrum bera skylda til að samþykkja niðurstöðu kosninganna. AFP

Vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Kamala Harris, ávarpaði í dag al­menn­ing í fyrsta sinn eft­ir að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Í ræðu sinni kvaðst Harris hafa óskað and­stæðingi sín­um til ham­ingju með sig­ur­inn. Ávarpið flutti Harris fyr­ir fram­an How­ard-há­skól­ann í Washingt­on, en hún út­skrifaðist sjálf þaðan fyr­ir tæp­um 30 árum.

Harris sagði baráttuna stundum taka tíma. Það þýddi ekki að …
Harris sagði bar­átt­una stund­um taka tíma. Það þýddi ekki að sig­ur væri úti­lokaður. AFP/​Just­in Sulli­v­an

Ber ekki skylda til að heita holl­ustu við for­seta

„Við verðum að virða niður­stöðu kosn­ing­anna,“ sagði Harris og bætti við að það væri und­ir­staða lýðræðis og það sem skilji lýðræði frá ein­veldi og ein­ræði.

Kvaðst hún hafa full­vissað Trump um að hún myndi aðstoða hann og teymi hans við friðsam­leg valda­skipti, en Trump gerði ekki hið sama fyr­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seta árið 2021.

„Sem þjóð ber okk­ur ekki skylda til að heita holl­ustu við for­seta eða stjórn­mála­flokk, held­ur við stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna og við sam­visku okk­ar og Guð,“ sagði Harris.

„Holl­usta mín við öll þrjú er ástæðan fyr­ir því að ég játa mig sigraða í þess­um kosn­ing­um, en ég játa mig ekki sigraða í bar­átt­unni sem dreif þessa kosn­inga­her­ferð mína áfram.“

Harris kvaðst ekki ætla að gefast upp í baráttunni um …
Harris kvaðst ekki ætla að gef­ast upp í bar­átt­unni um jafn­rétti og rétt kvenna til að ráða yfir eig­in lík­ama. AFP

„Hjarta mitt er fullt“

Þakkaði Harris fjöl­skyldu sinni og ást­vin­um, vara­for­seta­efni sínu Tim Walz og for­seta Banda­ríkj­anna, Joe Biden, ásamt fjöl­skyld­um þeirra og öll­um sem að fram­boðinu og kosn­ing­un­um komu.

„Hjarta mitt er fullt í dag. Fullt af þakk­læti fyr­ir traustið sem þið hafið veitt mér. Fullt af ást fyr­ir land­inu okk­ar og fullt af ákveðni. Þetta eru ekki niður­stöðurn­ar sem við vild­um, ekki það sem við börðumst fyr­ir, ekki það sem við börðumst fyr­ir,“ sagði Harris.

„En ljós vel­meg­un­ar Banda­ríkj­anna mun ávallt skína skært, svo lengi sem við gef­umst ekki upp og höld­um áfram að berj­ast.“

Ella Emhoff, stjúpdóttir Kamölu Harris, komst við er stjúpmóðir hennar …
Ella Em­hoff, stjúp­dótt­ir Kamölu Harris, komst við er stjúp­móðir henn­ar ávarpaði stuðnings­fólk sitt. AFP

Gefst ekki upp

Kvaðst hún ekki ætla að gef­ast upp í bar­átt­unni um jöfn rétt­indi fyr­ir alla í Banda­ríkj­un­um þar sem Banda­ríkja­menn geti fylgt draum­um sín­um og mark­miðum og kon­ur geti ráðið yfir eig­in lík­ama án af­skipta yf­ir­valda.

Talaði hún einnig til ungra stuðnings­manna sinna og sagði að allt yrði í lagi og hvatti þá til að gef­ast ekki upp. Nú væri ekki tím­inn til að henda inn hand­klæðinu.

„Stund­um tek­ur bar­átt­an smá tíma, en það þýðir ekki að við vinn­um ekki,“ sagði Harris og gekk út við und­ir­leik lags­ins Freedom eft­ir Beyonce.

Margir voru komnir saman til að hlýða á Harris við …
Marg­ir voru komn­ir sam­an til að hlýða á Harris við How­ard-há­skóla í Washingt­on. AFP/​Brandon Bell
mbl.is