Loðnubrestur veldur ugg á Hornafirði

Bæjarráð Hornafjarðar lýsir þungum áhyggjum af mögulegum loðnubresti.
Bæjarráð Hornafjarðar lýsir þungum áhyggjum af mögulegum loðnubresti. mbl.is/Gunnlaugur

Lýst er þung­um áhyggj­um af áhrif­um mögu­legs loðnu­brests í bók­un bæj­ar­ráðs Horna­fjarðar. Ef ekki verði loðnu­vertíð á næsta ári sé það annað árið í röð sem slíkt tekjutap dyn­ur yfir sveit­ar­fé­lagið og sam­fé­lagið á Höfn í Hornafirði.

Mik­il­vægt er í þessu sam­bandi, segja Horn­f­irðing­ar, að Haf­rann­sókna­stofn­un sé fjár­hags­lega und­ir það búin að fara í öfl­ug­ar berg­máls­mæl­ing­ar í byrj­un næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort hægt sé að heim­ila loðnu­veiðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það er ský­laus krafa sjáv­ar­byggða á Íslandi að rík­is­valdið sjái til þess að jafn mik­il­væg stofn­un og Haf­rann­sókna­stofn­un sé full­fjár­mögnuð og gert kleift að halda úti öfl­ug­um rann­sókn­um á fiski­stofn­um þjóðar­inn­ar til að hægt sé að tryggja sjálf­bær­ar veiðar,“ seg­ir bæj­ar­ráð Horna­fjarðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: