Nýtt útlit Evans vekur athygli

Leikarinn fékk mikið hrós fyrir virðulegt útlit sitt.
Leikarinn fékk mikið hrós fyrir virðulegt útlit sitt. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Chris Evans var nær óþekkj­an­leg­ur á rauða dregl­in­um í Lund­ún­um á miðviku­dag. Evans var viðstadd­ur frum­sýn­ingu á jóla­kvik­mynd­inni Red One og skartaði þykku skeggi og síðum lokk­um.

Evans, 43 ára, brosti og veifaði til aðdá­enda sinna er hann gekk niður dreg­il­inn, sem var að vísu grænn á lit­inn og snævi þak­inn, í anda kvik­mynd­ar­inn­ar.

Leik­ar­inn stillti sér upp ásamt mót­leik­ur­um sín­um, Dwayne John­son og Lucy Liu, en Óskar­sverðlauna­haf­inn J.K. Simmons, sem fer með hlut­verk jóla­sveins­ins í kvik­mynd­inni, var fjarri góðu gamni. Hann hef­ur síðustu vik­ur verið við tök­ur á kvik­mynd­inni Reykja­vik: A Cold War Saga í hinu sögu­fræga húsi Höfða. 

Net­verj­ar höfðu margt að segja um út­lit leik­ar­ans en líf­leg­ar umræður sköpuðust á sam­fé­lags­miðlin­um Threads og líktu marg­ir hon­um við eld­heit­an há­skóla­pró­fess­or sem kenn­ir við virt­an elítu­há­skóla.

Einn netverji líkti leikaranum við karakter úr rómantískri skáldsögu.
Einn net­verji líkti leik­ar­an­um við karakt­er úr róm­an­tískri skáld­sögu. Skjá­skot/​Threads
mbl.is