Birnir sendir frá sér nýtt lag

Birnir Sigurðarson rappari.
Birnir Sigurðarson rappari. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tón­list­armaður­inn Birn­ir Sig­urðar­son gaf í dag út lagið Win win, sem er fyrsta lagið á vænt­an­legri plötu tón­list­ar­manns­ins.

Lagið er unnið í sam­starfi við tón­listar­fram­leiðand­ann Martein Hjart­ar­son og mark­ar upp­hafið á nýj­um hljóðheimi sem þeir hafa smíðað sam­an fyr­ir plöt­una.

Birn­ir, einn vin­sæl­asti tón­list­armaður sinn­ar kyn­slóðar, hef­ur unnið hörðum hönd­um að gerð plöt­unn­ar síðustu þrjú árin og til­kynnti um út­komu lags­ins á In­sta­gram nú á dög­un­um.

„Win win kem­ur út föstu­dag­inn 8. nóv. Fyrsta lag af plötu sem ég hef verið að vinna að síðastliðin 3 ár,” skrifaði hann við mynd af leir­styttu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Birn­ir (@brn­ir)

Birn­ir hef­ur haft í nógu að snú­ast síðustu mánuði, en hann gaf meðal ann­ars út sam­starfs­plötu með Bríeti Ísis Elf­ar í sum­ar sem vakti mikla at­hygli fyr­ir framúr­stefnu­lega popp­tónlist.

Lagið Win win er nú aðgengi­legt á öll­um helstu streym­isveit­um.

mbl.is