Hefring hlaut Sigölduna

Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring Marine og Michael Given sölustjóri …
Karl Birgir Björnsson framkvæmdastjóri Hefring Marine og Michael Given sölustjóri félagsins. Ljósmynd/Sjávarútvegsráðstefnan

Við hátíðlega at­höfn í Hörpu í gær hlaut tæknifyr­ir­tækið Hefr­ing Mar­ine Sigöld­una, hvatn­inga­verðlaun Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unn­ar og TM.

Hefr­ing Mar­ine er há­tæknifyr­ir­tæki sem hann­ar og fram­leiðir snjallsigl­inga­kerfi fyr­ir báta og minni skip. Kerfið safn­ar í raun­tíma upp­lýs­ing­um um hraða, mæl­ir hreyf­ing­ar sjóf­ars­ins og safn­ar gögn­um úr sigl­inga­kerf­um, vél­um og búnaði. Það styðst síðan við gervi­greind sem veit­ir stjórn­anda sjóf­ars­ins ráð um hvernig sé hag­stæðast að haga sigl­ing­unni. Þannig stuðlar kerfið að hag­kvæm­ari sigl­ingu og auknu ör­yggi.

Þá er öll­um gögn­um um sigl­ing­una safnað í skýja­kerfi þar sem hægt er að fylgj­ast með sigl­ing­unni í raun­tíma og fá all­ar ferðir vistaðar í skýrsl­ur.

Mark­miðið með veit­ingu verðlaun­anna er að „hvetja ung fyr­ir­tæki og frum­kvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja at­hygli al­menn­ings á gildi ný­sköp­un­ar og þró­un­ar í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir um verðlaun­in á vef Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unn­ar.

Jafn­framt seg­ir að þau séu „veitt ung­um fyr­ir­tækj­um eða sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­um fyr­ir nýbreytni og þró­un­ar­verk­efni sem þykir hafa skarað frammúr og skapað vænt­ing­ar um fram­lag sem talið er að muni treysta stoðir ís­lensks sjáv­ar­út­vegs.“

Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­an hófst í gær og lýk­ur síðdeg­is í dag.

Vakið at­hygli

Hefr­ing hef­ur vakið tölu­verða at­hygli bæði hér á landi og alþjóðlega. Hef­ur sigl­inga­tækj­um Hefr­ing meðal ann­ars verið komið fyr­ir í nýj­um björg­un­ar­skip­um Lands­bjarg­ar.

Fyrr á þessu ári var greint frá því að Hefr­ing tryggði sér 2,2 millj­ón evra fjár­mögn­un, jafn­v­irði rúm­lega 320 millj­óna ís­lenskra króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: