Þó nokkur munur á kvóta og fjölda báta

Bátar á Norðurlandi fá samanlagt mestu hlutdeildina í grásleppukvótanum miðað …
Bátar á Norðurlandi fá samanlagt mestu hlutdeildina í grásleppukvótanum miðað við útreikninga Fiskistofu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Nokkuð ólík skipt­ing verður á hlut­deild­um í grá­sleppu­kvót­an­um milli veiðisvæða með til­liti til fjölda báta á hverju svæði miðað við áætlaðar hlut­deild­ir sem Fiski­stofa birti á dög­un­um. Með kvóta­setn­ingu grá­sleppu var ákveðið að afla­heim­ild­ir í teg­und­inni yrðu svæðis­bundn­ar en veiðisvæði grá­sleppu voru á sama tíma fækkað úr sjö í fimm og eru mis­marg­ir bát­ar á hverju svæði.

Mest­um grá­sleppu­kvóta verður út­hlutað til báta á Norður­landi eða tæp­lega 27% af heild­arkvóta, þaðan gera þó 72 bát­ar út eða 30% þeirra 240 sem munu fá grá­sleppu­kvóta. Mun­ar því þrem­ur pró­sentu­stig­um á hlut­falli báta og hlut­deild í veiðiheim­ild­um.

Mesti mun­ur­inn er á nýju veiðisvæði Suður­land-Faxa­flói þar sem 36 eða 15% bát­anna skipta milli sín 11,43% veiðiheim­ild­anna og nem­ur mun­ur­inn 3,57 pró­sentu­stig­um. Á veiðisvæðinu Aust­ur­land mun­ar 3,12 pró­sentu­stig­um en þar skipt­ist 9,8% hlut­deild á tæp­lega 13% grá­sleppu­báta

Húna­flói sker sig úr og er eina veiðisvæðið þar sem hlut­deild í heild­arkvóta er um­fram hlut­fall grá­sleppu­báta. Þangað rata 16,64% afla­heim­ilda í grá­sleppu en þaðan eru gerðir út 15% af grá­sleppu­bát­um lands­ins.

Vert er að geta þess að 9,9 pró­sent afla­heim­ild­anna verða nýtt­ar í meðal ann­ars sér­stak­an nýliðakvóta. Hvernig hann skipt­ist á veiðisvæði er óljóst sem stend­ur og því munu hlut­föll­in eðli­lega breyt­ast.

Sem fyrr seg­ir er grá­sleppu­kvóti bund­inn við fimm skil­greind svæði. Þau eru:

  1. Suður­land – Faxa­flói frá línu rétt­vís­andi aust­ur frá Hvít­ing­um að línu rétt­vís­andi vest­ur frá Drit­vík­ur­tanga (gömlu veiðisvæðin A og G).
  2. Breiðafjörður – Vest­f­irðir nær frá línu rétt­vís­andi vest­ur frá Drit­vík­ur­tanga að línu rétt­vís­andi norður frá Horni (gömlu veiðisvæðin B og C).
  3. Húna­flói er frá línu rétt­vís­andi norður frá Horni að línu rétt­vís­andi norður frá Skagatá (gamla veiðisvæði D).
  4. Norður­land er frá línu rétt­vís­andi norður frá Skagatá að línu rétt­vís­andi aust­ur frá Fonti á Langa­nesi (gamla veiðisvæði E).
  5. Aust­ur­land nær frá línu rétt­vís­andi aust­ur frá Fonti á Langa­nesi að línu rétt­vís­andi aust­ur frá Hvít­ing­um (gamla veiðisvæði F).
mbl.is