Jón „mun ekki koma nálægt meðferð hvalamálsins“

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, og Jón Gunnarsson, þingmaður …
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

Jón Gunn­ars­son, aðstoðarmaður Bjarna Bene­dikts­son­ar í mat­vælaráðuneyt­inu, mun ekki koma að af­greiðslu hval­veiðileyfa í mat­vælaráðuneyt­inu.

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

„Hann [Jón] hef­ur ekki vald­heim­ild­ir sem aðstoðarmaður til þess að leiða nein mál til lykta og mun ekki koma ná­lægt meðferð hvala­máls­ins í ráðuneyt­inu,“ seg­ir Bjarni en um­sókn frá Hval hf. um leyfi til hval­veiða ligg­ur inni í ráðuneyt­inu.

Þannig hann mun ekki koma að því máli?

„Nei, hann verður ekk­ert í því máli og það er fyr­ir nokkru síðan að ég ræddi það við ráðuneyt­is­stjór­ann að það myndi ekki reyna á aðkomu Jóns í meðferð þessa máls,“ svar­ar Bjarni.

Starfsmaður njósna­fyr­ir­tæk­is

Heim­ild­in birti frétt í gær und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns.”

Frétt­in var skrifuð upp úr leyniupp­tök­um af sam­ræðum son­ar Jóns við mann sem sigldi und­ir fölsku flaggi og þótt­ist vera fjár­fest­ir.

Um var að ræða starfs­mann ísra­elsks njósna­fyr­ir­tæk­is sem heit­ir Black Cube, að sögn Jóns og annarra fjöl­miðla.

„Því fylgja eng­in hrossa­kaup um eitt eða neitt“

Son­ur­inn á þar að hafa sagt að Bjarni hafi sett Jón í mat­vælaráðuneytið til að tryggja það að leyfi yrði veitt fyr­ir hval­veiðum og gegn því myndi Jón taka 5. sæti á lista flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

„Það var auðvitað op­in­bert að Jón var feng­inn til þess að vera aðstoðarmaður­inn minn í ráðuneyt­inu og það mál snýst ekki um neitt annað en ná­kvæm­lega það að hann er að veita mér liðsinni þenn­an tíma sem ég ber ábyrgð á mat­vælaráðuneyt­inu í starfs­stjórn.

Það ætti að vera öll­um ljóst að ég hef beðið hann um að gera það og því fylgja eng­in hrossa­kaup um eitt eða neitt. Allt annað er ekk­ert nema hug­ar­burður,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is