Missti níu tennur út af stressi

Leikstjórinn kóreski þekkir vinnuálagið vel.
Leikstjórinn kóreski þekkir vinnuálagið vel. AFP/Kevin Winter

Leik­stjóri Squid Game, hinn kór­eski Hwang Dong-hyuk, þekk­ir vinnu­álag vel en hann seg­ist hafa misst nokkr­ar tenn­ur út af stressi við tök­ur þátt­anna. Fyrsta serí­an sló í gegn um all­an heim og er von á ann­arri seríu þátt­anna síðar í des­em­ber á þessu ári.

Dong-hyuk sagði í viðtali við BBC að hann hefði misst um átta til níu tenn­ur. Þegar hann var spurður að því af hverju hann ákvað að taka þátt í gerð annarr­ar seríu þá sagði hann það vera vegna pen­ing­anna. Þá sagðist hann ekki hafa fengið „það mikið greitt“ þrátt fyr­ir vin­sæld­ir þátt­anna.

Álagið við gerð annarr­ar seríu sagði hann vera miklu meira. 

mbl.is