Gagnrýna upptöku eldisgjalds

Hafnasambandið er óánægt með hvernig upptaka eldisgjalds var háttað.
Hafnasambandið er óánægt með hvernig upptaka eldisgjalds var háttað. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Ákvörðun Alþing­is á sl. vori um upp­töku svo­nefnds „eld­is­gjalds“ vegna eld­is­fisks í sjókví­um sem lestaðar eru og um­skipað í höfn­um, eru mik­il von­brigði,“ seg­ir í álykt­un hafn­ar­sam­bandsþings sem haldið var a Ak­ur­eyri í lok síðasta mánaðar.

„Það er skýr stefna Hafna­sam­bands­ins að „afla­gjald“ sem reiknað er af heild­ar­verðmæti afla, sé lagt á all­ar sjáv­ar­af­urðir, hvort sem um er að ræða afla beint úr sjó eða eld­is­fisk í sjókví­um. Samþykkt Alþing­is um út­færslu svo­nefnds „eld­is­gjalds“ er bæði óskýr og ómark­viss og eng­inn skýr rök­stuðning­ur fyr­ir því sér­tæka gjaldi.“

Þá tel­ur Hafna­sam­bandið mik­il­vægt að gjald­taka á afurðum úr sjó­eldi sé fyr­ir­sjá­an­leg og byggi á jafn traust­um grunni og afla­gjald sem lagt er a afla fiski­skipa.

„Hafna­sam­bandsþing tel­ur brýnt að ákvæðum um gjald­töku á eld­is­fiski verði breytt í afla­gjald. Sam­hliða því verði unn­in heild­ar­end­ur­skoðun á gild­andi hafna­lög­um líkt og sam­bandið hef­ur lagt fram skýr­ar til­lög­ur um.“

Þá er að mati Hafna­sam­bands­ins ósam­ræmi í því að vinna við nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á tekju­stofn­um hafna „geti tekið ár og jafn­vel ára­tugi, en breyt­ing­ar á tekju­stofn­um rík­is­ins af starf­semi tengdri höfn­um eigi að keyra í gegn nán­ast fyr­ir­vara­laust og án eðli­legs sam­ráðs.“

mbl.is