Hver er Pete Hegseth?

Pete Hegseth á verðlaunahátíð Fox Nation í fyrra.
Pete Hegseth á verðlaunahátíð Fox Nation í fyrra. AFP/Terry Wyatt

Val Don­alds Trumps verðandi Banda­ríkja­for­seta á Pete Heg­seth, sem næsta varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, kom á óvart að mati banda­rísku frétta­stof­unn­ar CNN.

Í um­fjöll­un miðils­ins seg­ir að Heg­seth hafi ekki verið á meðal þeirra sem voru tald­ir lík­leg­ir til að verða fyr­ir val­inu.

Heim­ild­ar­menn CNN segja að Trump og Heg­seth, sem hef­ur enga póli­tíska reynslu, hafi þekkst lengi og að for­set­an­um til­von­andi hafi alltaf fund­ist hann vera „snjall“, auk þess sem hon­um hafi þótt fer­ill hans merki­leg­ur.

Ánægður með bók­ina

Trump er einnig ánægður með að Heg­seth er fyrr­ver­andi hermaður og lík­ar vel við það sem hann seg­ir í bók sinni The War on Warri­ors eða Stríðið gegn stríðsmönn­um, sem naut mik­illa vin­sælda.

Þegar Trump til­kynnti um val sitt á Heg­seth sagði hann bók­ina „af­hjúpa hvernig vinstri­menn sviku stríðsmenn­ina okk­ar og einnig hvernig her­inn þyrfti að vera aft­ur met­inn að verðleik­um, hversu ban­vænn hann get­ur verið, traust­ur og framúrsk­ar­andi“.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Sann­færði Trump um lausn her­manna

Washingt­on Post grein­ir frá því að Heg­seth hafi tek­ist að sann­færa Trump þegar hann var for­seti árið 2019 um að veita sak­ar­upp­gjöf tveim­ur her­mönn­um sem voru sakaðir um morð og að færa þann þriðja aft­ur í fyrri stöðu eft­ir að hann var fund­inn sek­ur um að stilla sér upp á ljós­mynd í Írak við hliðina á líki.

Heg­seth út­skrifaðist bæði úr Princet­on-há­skóla og Har­vard. Á vefsíðu hans kem­ur fram að hann hafi sent síðar­nefndu gráðuna til baka. Hann hef­ur gagn­rýnt Har­vard op­in­ber­lega fyr­ir meinta vinstri­stefnu.

Heg­seth býr ásamt eig­in­konu sinni og sjö börn­um í rík­inu Tenn­essee í suður­hluta Banda­ríkj­anna.



mbl.is