Klúr skrif beindust einnig gegn börnum

Í síðasta þætti Spursmála fékkst það staðfest að hann ber …
Í síðasta þætti Spursmála fékkst það staðfest að hann ber ábyrgð á skrifunum. mbl.is/María Matthíasdóttir

Þórður Snær Júlí­us­son, fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík norður, skrifaði að það hefði verið „afar hress­andi“ þegar her­berg­is­fé­lagi hans reyndi að „pikka upp“ 12 ára gam­alt stúlku­barn fyr­ir hann til að stunda kyn­líf með.

Þetta kem­ur fram í blogg­færslu Þýska stáls­ins, dul­nefni sem Þórður gekkst við í síðasta þætti Spurs­mála að hafa skrifað und­ir árum sam­an, frá ár­inu 2004.

Við nán­ari skoðun á blogg­færsl­um Þórðar má sjá að skrif hans und­ir dul­nefn­inu voru ekki aðeins níðskrif um kon­ur held­ur er einnig að finna fyrr­nefnda færslu þar sem Þórður seg­ir það bein­lín­is vera hress­andi að vin­ur hans hafi reynt að tryggja hon­um sam­lífi með barni und­ir lögaldri.

Var 24 ára gam­all þegar færsl­an var skrifuð

Þórður var 24 ára gam­all þegar hann skrifaði færsl­una, eða tvö­falt eldri en barnið sem vin­ur hans reyndi að „pikka upp“ fyr­ir hann.

„Sá samt feita fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann minn dansa við Dirty Danc­ing á meðan að hann var að reyna að pikka upp eina 12 ára handa mér, sem var afar hress­andi. Hann hef­ur af því stór­ar áhyggj­ur að ég hafi ekki stundað kyn­líf, með öðrum en sjálf­um mér, síðan ég kom hingað. Hon­um er virki­lega um­hugað um þetta og reyn­ir við hvert tæki­færi að fylla mig og pikka upp stelp­ur, fyr­ir mig,“ seg­ir meðal ann­ars í færslu Þórðar.

Í Spurs­mál­um á þriðju­dag voru skrif Þýska stáls­ins á bloggsíðunni www.thessar­elsk­ur.blog­spot.com bor­in und­ir Þórð þar sem hann viður­kenndi í fyrsta sinn að þetta væri dul­nefni sem hann hafi notað til að skrifa óviður­kvæmi­leg­ar grein­ar um kon­ar.

Níðskrif um kon­ur margít­rekuð

Málið hef­ur valdið mikl­um usla enda níðskrif hans um kon­ur margít­rekuð í þess­um blogg­færsl­um. Þórður hef­ur beðist af­sök­un­ar á skrif­um sín­um um kon­ur og þá ákvað Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að for­dæma skrif­in í gær­kvöldi á face­book.

„Ég hef séð þessi skrif sem birt­ust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viður­kenni að það er ótrú­lega erfitt fyr­ir mig sem konu að lesa þenn­an texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í mag­ann þegar ég las þetta,“ skrifaði hún.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort að Kristrún hafi haft vitn­eskju um allt efnið eft­ir Þórð á um­ræddri bloggsíðu en hún sagði að hún teldi að gefa ætti mönn­um tæki­færi til að bæta ráð sitt.

Einnig hef­ur Logi Ein­ars­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, for­dæmt skrif­in.

mbl.is