Nýr Hákon stórglæsilegur

Nýr Hákon ÞH þykir stórglæsilegt uppsjávarskip.
Nýr Hákon ÞH þykir stórglæsilegt uppsjávarskip. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Há­kon ÞH-250, nýtt upp­sjáv­ar­skip Gjög­urs, vek­ur at­hygli hvert sem það kem­ur enda stór glæsi­legt. Hafa verið tekn­ar af því fjölda mynda og hef­ur Hjálm­ar Sig­urðsson birt mynd­band af því er skipið sótti á dög­un­um Eskifjörð heim þar sem feng­in voru veiðarfæri hjá Eger­sund.

Feg­urð skips­ins fer ekki fram­hjá nein­um. Sjón er sögu rík­ari.

Mik­ill fögnuður við komu skips­ins

Há­kon hef­ur þó verið und­an­farið á Höfn í Hornafirði en þar landaði skipið ný­verið 933 tonn­um af síld í byrj­un mánaðar.

Ný­smíðin komu fyrsta sinn til lands­ins 27. októ­ber síðastliðinn við hátíðleg­ar mót­tök­ur í reykja­vík, en heima­höfn Hákons er á Greni­vík í Eyjaf­irði.

Við til­efnið tók Njáll Þor­björns­son við end­an­um, en hann er stjórn­ar­formaður Gjög­urs.

Njáll Þorbjörnsson stjórnarformaður Gjögurs tók við endanum.
Njáll Þor­björns­son stjórn­ar­formaður Gjög­urs tók við end­an­um. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
Hákon var í fullum skrúða er skipið kom til hafnar …
Há­kon var í full­um skrúða er skipið kom til hafn­ar á Íslandi í fyrsta sinn. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son



mbl.is