Fjögur fyrirtæki sótt um leyfi til hvalveiða

Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar.
Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjög­ur fyr­ir­tæki hafa sótt um leyfi til að stunda hval­veiðar en auk Hvals hf. eru það Útgerðarfyr­ir­tækið Von­in ehf., Tjald­tangi ehf. og Fast­eigna­fé­lagið Ból ehf.

Vís­ir grein­ir frá en Morg­un­blaðið greindi frá því í októ­ber að Hval­ur hf. hefði sótt um leyfi til mat­vælaráðuneyt­is­ins til að veiða langreyði og óskaði eft­ir því að leyfið yrði ótíma­bundið, ell­egar að það gilti til fimm eða tíu ára og fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár í senn við lok hvers starfs­árs.

Útgerðarfé­lagið Von­in ehf, Tjald­tangi ehf. og Fast­eigna­fé­lagið Ból ehf. hafa hins veg­ar sótt um leyfi vegna hrefnu­veiða en ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvenær af­greiðslu um­sókna lýk­ur af hálfu mat­vælaráðuneyt­is­ins.

Í svör­um ráðuneyt­is­ins til Vís­is kem­ur fram að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra, sem einnig er starf­andi mat­vælaráðherra, hafi rætt stöðu Jóns Gunn­ars­son­ar og upp­lýst ráðuneyt­is­stjóra 7. nóv­em­ber um að Jón ætti ekki að koma að meðferð um­sókna um leyfi til að stunda hval­veiðar.

Í könn­un Maskínu fyrr í þess­um mánuði kom fram að rúm­lega helm­ing­ur aðspurðra tel­ur óeðli­legt að ráðherra í starfs­stjórn gefi út nýtt leyfi til veiða á langreyðum.

mbl.is