Heiðra minningu Betty White

Leikkonan Betty White.
Leikkonan Betty White. Ljósmynd/AFP

Póstþjón­usta Banda­ríkj­anna (e. The United States Postal Service) ætl­ar að gefa út frí­merki með and­liti Betty White og heiðra þannig minn­ingu leik­kon­unn­ar og glæsts fer­ils henn­ar. White lést á gaml­árs­dag 2021, 99 ára að aldri.

Leik­fer­ill White spannaði hátt í sjö ára­tugi. Hún gerði garðinn fræg­an í þáttaröðinni Life with El­iza­beth á ár­un­um 1952 til 1955 en er án efa þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt sem Rose Ny­lund í gam­anþáttaröðinni The Gold­en Gir­ls.

„Betty White er tákn­mynd banda­rísks sjón­varps­efn­is. Hún deildi vits­mun­um sín­um og hlýju með áhorf­end­um í ríf­lega sjö ára­tugi,” seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá póstþjón­ust­unni.

Dale Stephanos, hönnuður frí­merk­is­ins, deildi gleðitíðind­un­um á In­sta­gram-síðu sinni á föstu­dag og frum­sýndi mynd­ina af White.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Dale Stephanos (@dalestephanos)

mbl.is