Ungfrú Danmörk sú fallegasta í heimi

Ungfrú Danmörk fagnar sigrinum.
Ungfrú Danmörk fagnar sigrinum. Ljósmynd/AFP

Ung­frú Dan­mörk var val­in Ung­frú heim­ur (e. Miss World) í Mexí­kó­borg um helg­ina. Var þetta í 73. skiptið sem keppn­in var hald­in.

Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theil­vig er fyrsta danska kon­an til þess að hljóta titil­inn. Nýkrýnda feg­urðardrottn­ing­in er at­vinnu­dans­ari, fyr­ir­sæta og talsmaður fyr­ir rétt­ind­um og bættri stöðu dýra. 

Sig­ur­veg­ari síðasta árs, Sheynn­is Palacios, krýndi arf­taka sinn. Í öðru sæti hafnaði Chidimma Adets­hina frá Níg­er­íu og í því þriðja María Fern­anda Beltrán frá Mexí­kó.

Sól­dís Vala Ívars­dótt­ir var full­trúi Íslands í keppn­inni.

mbl.is