„Ísland er í einstakri stöðu“

Stein Ove Tveiten mun láta af störfum sem forstjóri Arctic …
Stein Ove Tveiten mun láta af störfum sem forstjóri Arctic Fish. Hann varar við því að greininni verði sniðinn of þröngur stakkur. Ljósmynd/Arctic Fish

Stein Ove Tveiten frá­far­andi for­stjóri Arctic Fish seg­ir Ísland hafa burði til að þróa sjókvía­eldi á sjálf­bær­an hátt, en kveðst ótt­ast að hug­mynd­ir um að sniða grein­inni þrengri stakk á sama tíma og hún á Íslandi sæt­ir þyngri skatt­byrði en eldi í öðrum ríkj­um mun hamla vaxta­tæki­fær­um.

„Ég vona að sjálf­sögðu að þess­ar áhyggj­ur reyn­ist ástæðulaus­ar og að stjórn­mála­menn­irn­ir sýni skyn­semi og fyr­ir­hyggju­semi til langs tíma. Heim­ur­inn þarf meiri mat og Ísland er í ein­stakri stöðu til að leggja sitt af mörk­um á þessu sviði,“ seg­ir hann í sam­tali við 200 míl­ur.

„Ísland hef­ur ein­stakt tæki­færi til að þróa þessa at­vinnu­grein áfram á sjálf­bær­an hátt. Jafn­framt hef ég áhyggj­ur af því að nú­ver­andi og fyr­ir­huguð ramma­skil­yrði, með einu hæsta skattþrepi heims­ins á eldi, kunni að tak­marka þessa þróun. Slík­ar aðstæður eiga á hættu að draga úr fjár­fest­ing­ar­vilja, veikja vöxt og hafa nei­kvæð áhrif á sam­keppn­is­hæfni. “ út­skýr­ir hann.

Framleiðsla Arctic Fish náði tæplega 12 þúsund tonnum í fyrra.
Fram­leiðsla Arctic Fish náði tæp­lega 12 þúsund tonn­um í fyrra. Ljós­mynd/​Arctic Fish: Hauk­ur Sig­urðsson

Krefj­andi veg­ferð

Til­kynnt var um það ný­verið að Stein Ove myndi láta af störf­um sem for­stjóri fé­lags­ins og hef­ur þegar verið haf­in leit að nýj­um for­stjóra.

„Að leiða Arctic Fish hef­ur verið ótrú­lega spenn­andi og gef­andi veg­ferð, en stund­um líka mjög krefj­andi. Mér finnst við hafa áorkað miklu í gegn­um árin, með skýra megin­á­herslu á að byggja upp heild­ar­verðmæta­keðju - frá eggj­um og klak til sölu,“ svar­ar Stein Ove spurður hvernig hafi verið að leiða Arctic Fish.

Hann seg­ir ekk­ert ákveðið hvaða æv­in­týri taki við.

„Fyr­ir mitt leyti er nú ætl­un­in að slíta samn­ingn­um við Arctic Fish með góðum og skipu­lögðum hætti. Frá og með deg­in­um í dag hef ég eng­in áþreif­an­leg plön fram í tím­ann, önn­ur en að eyða meiri tíma með fjöl­skyld­unni minni og tveim­ur son­um mín­um, sjö og níu ára.“

Eldi í sex fjörðum

Arctic Fish er með leyfi til eld­is á ell­efu svæðum í sex fjörðum á Vest­fjörðum; ÍSa­fjarðar­djúpi, Önund­arf­irði, Dýraf­irði, Arnar­f­irði, Tálknafirði og Pat­reks­firði. Sam­an­lagður há­marks­líf­massi svæðanna er 29.800 tonn.

Í fyrra var slátrað 11.878 tonn­um af laxi upp úr kví­um fé­lags­ins og er það mesta fram­leiðsla frá upp­hafi. Nam velt­an 88,9 millj­ón­um evra eða jafn­v­irði tæpra 13 millj­arða ís­lenskra króna.

Mowi, stærsta lax­eld­is­fé­lag á heimsvísu, fer með 51,28% hlut í Arctc Fish en Síld­ar­vinnsl­an er næst stærsti hlut­haf­inn og fer með 34,19%.

mbl.is