Liam Payne borinn til grafar

Zayn Malik, Louis Horan, Louis Tomlinson og Harry Styles við …
Zayn Malik, Louis Horan, Louis Tomlinson og Harry Styles við útför fallins félaga, Liam Payne. Samsett mynd/AFP

Fyrr­ver­andi liðsmenn sveit­ar­inn­ar One Directi­on voru við út­för fé­laga síns, Liam Payne í dag. Útför Payne, sem lést 16. októ­ber í Bu­enos Aires í Arg­entínu, var gerð frá St. Marys-kirkju í Amers­ham í Buck­ing­ham­skíri á Englandi. 

Harry Sty­les, Zayn Malik, Niall Hor­an og Lou­is Toml­in­son komu sam­an í fyrsta skipti í næst­um níu ár við at­höfn­ina. 

Kist­an á hest­vagni

Sty­les mætti fyrst­ur af liðsmönn­um sveit­ar­inn­ar og var myndaður í bak og fyr­ir meðal fjöl­skyldu og vina hins látna.

Simon Cowell, X Factor dóm­ar­inn kunni sem setti sam­an sveit­ina One Directi­on, var einnig viðstadd­ur jarðarför­ina ásamt unn­ustu sinni, Lauren Sil­verm­an. 

Komið var með kistu Payne að kirkj­unni með hest­vagni og hún síðan bor­in inn. 

Payne var 31 árs gam­all þegar hann lést eft­ir fall af þriðju hæð hót­els í Bu­enos Aires. Hann læt­ur eft­ir sig son­inn Bear sem hann á með Cheryl Twee­dy. 

Lög­regla rann­sak­ar nú and­lát Payne, en þrír hafa verið hand­tekn­ir vegna dauða hans. 

Stráka­hljóm­sveit­in One Directi­on skaust hratt upp á stjörnu­him­in­inn og gaf út alls fimm plöt­ur áður en sveit­in lagði upp laup­ana árið 2016. Hljóm­sveit­armeðlim­irn­ir fimm sáust aldrei sam­an op­in­ber­lega eft­ir það.

Niall Horan.
Niall Hor­an. AFP/​Just­in Tall­is
Louis Tomlinson.
Lou­is Toml­in­son. AFP/​Just­in Tall­is
Harry Styles og Niall Horan.
Harry Sty­les og Niall Hor­an. AFP/​Just­in Tall­is
Simon Cowell og Lauren Silverman.
Simon Cowell og Lauren Sil­verm­an. AFP/​Just­in Tall­is
Zayn Malik.
Zayn Malik. AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
James Corden.
James Cor­d­en. AFP/​Just­in Tall­is
Harry Styles.
Harry Sty­les. AFP/​Just­in Tall­is
Harry Styles.
Harry Sty­les. AFP/​Just­in Tall­is
Cheryl Tweedy.
Cheryl Twee­dy. AFP/​Just­in Tall­is
Harry Styles og Niall Horan.
Harry Sty­les og Niall Hor­an. AFP/​Just­in Tall­is
Kate Cassidy og Damian Hurley.
Kate Cassi­dy og Dami­an Hurley. AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
AFP/​Just­in Tall­is
mbl.is