Leitar á ný mið eftir kolranga könnun

Ann Selzer hefur um áraraðir framkvæmt kannanir sem hafa oft …
Ann Selzer hefur um áraraðir framkvæmt kannanir sem hafa oft þótt mjög nákvæmar. Ljósmynd/Flickr

J. Ann Selzer, eig­andi banda­ríska könn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Selzer & Comp­any, hef­ur ákveðið að leita á ný mið að hafa gefið út könn­un fá­ein­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar sem reynd­ist vera kol­röng frá­viks­könn­un.

CNN grein­ir frá.

Selzer gaf út kann­an­ir sín­ar um ár­araðir fyr­ir dag­blaðið Des Mo­ine Reg­ister í Iowa-ríki.

Aðeins nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar 5. nóv­em­ber gaf fyr­ir­tækið út könn­un í Iowa þar sem fram kom að Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hefði þriggja pró­sentu­stiga for­skot á Don­ald Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna.

Trump vann af­ger­andi sig­ur

Könn­un­in kom veru­lega á óvart í ljósi þess hversu af­ger­andi sigr­ar Trumps höfðu verið í rík­inu í síðustu tveim­ur for­seta­kosn­ing­um.

Álits­gjaf­ar fóru að velta því fyr­ir sér hvort Harris væri með fal­inn stuðning sem aðrar kann­an­ir voru ekki að greina og hvort þetta gæfi til kynna mögu­lega stór­sig­ur Harris.

En svo kom kjör­dag­ur og Trump vann af­ger­andi sig­ur í rík­inu og hlaut 56% at­kvæða en Harris aðeins 42,7% at­kvæða.

Trump vann á endanum forsetakosningarnar og hlaut fleiri atkvæði á …
Trump vann á end­an­um for­seta­kosn­ing­arn­ar og hlaut fleiri at­kvæði á landsvísu en Harris. AFP/​Getty Ima­ges/​Chip Somodevilla

Nýt­ur mik­ill­ar virðing­ar

Kann­an­ir Selzer, síðan hún byrjaði að sjá um þær fyr­ir Des Mo­ine Reg­ister, hafa oft og tíðum verið skugga­lega ná­lægt niður­stöðum kosn­inga og hún notið mik­ill­ar virðing­ar.

Henn­ar könn­un var t.d. eina könn­un­in sem spáði rétt fyr­ir um sig­ur Baracks Obama í Iowa í for­vali demó­krata árið 2008.

Fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í ár hafði hún spáð rétt fyr­ir um sig­ur­veg­ar­ann í for­seta­kosn­ing­um í Iowa fimm sinn­um af þeim sex sem hún hafði mælt.

Seg­ir ákvörðun­ina hafa verið tekna fyr­ir ári síðan

Í aðsendri grein í Des Mo­ine Reg­ister sagði Selzer að ákvörðun henn­ar um að hætta hefði verið tek­in löngu áður en þessi loka­könn­un kom út.

„Fyr­ir rúmu ári síðan lét ég dag­blaðið vita að ég myndi ekki end­ur­nýja samn­ing­inn þegar hann rynni út árið 2024, eft­ir síðustu könn­un­ina, þar sem ég myndi færa mig yfir í önn­ur verk­efni og tæki­færi,“ skrifaði Selzer.

mbl.is