Sakar Þórarin Inga um brot á siðareglum

Björn Snorrason (t.v.) hefur ákveðið að kæra formann atvinnuveganefndar til …
Björn Snorrason (t.v.) hefur ákveðið að kæra formann atvinnuveganefndar til forsætisnefndar vegna framgöngu við kvótasetningu grásleppuveiða. Hér er hann á mynd með bræðrum sínum Snorra og Baldri með fyrsta alfa á grásleppuvertíð síðasta vor. mbl.is/Þorgeir

Útgerðarmaður­inn Björn Snorra­son á Dal­vík hef­ur sent for­sæt­is­nefnd Alþing­is bréf þar sem hann sak­ar Þór­ar­in Inga Pét­urs­son, formann at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, um brot á siðaregl­um þing­manna vegna tjóns sem Björn tel­ur sig verða fyr­ir vegna „óvandaðrar“ laga­setn­ing­ar.

Varðar málið kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða og seg­ir Björn í bréfi til for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is, sem hann birt­ir á face­book-síðu sinni, að breyt­ing­ar hafi verið gerðar á frum­varp­inu milli umræðna og þær ekki birt­ar fyrr en svo seint að ekki hafi verið unnt að bregðast við þeim.

„Breyt­ing­arn­ar sem gerðar voru á frum­varp­inu voru ómál­efna­leg­ar og í ósam­ræmi við umræður á þingi. […] Ef kvóta­setn­ing væri tal­in nauðsyn­leg eins og þingið komst að (lýðræðis­lega) þá breytti at­vinnu­vega­nefnd viðmiðun­ar­ár­um til kvóta­út­hlut­un­ar frá 2014-2022 til 2018-2022 umræðulaust sem er und­ar­leg aðferðarfræði í því ljósi að 1. umræða, þann 30. janú­ar fór fram miðað við 2014-2022. Frum­varp­inu vísað til 2. umræðu og um­sagna óskað,“ skrif­ar Björn.

Breyt­ing­in á viðmiðun­ar­ár­un­um var ekki birt fyrr en í þingskjali 11. júní og mælti Þór­ar­inn Ingi fyr­ir frum­varp­inu í ann­arri umræðu sem fram fór 21. júní.

Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar sætir gagnrýni.
Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar sæt­ir gagn­rýni.

Aug­ljóst brot?

„Þá gat hann ekki fært rök fyr­ir því að verið væri að hafa í huga al­manna­hags­muni og jafn­vel virt­ist vera sem þingmaður­inn væri ekki alls­gáður svo rugl­ings­leg­ur var mál­flutn­ing­ur­inn,“ seg­ir Björn.

„Það er aug­ljóst að vinnu­brögðin eru brot á 5. gr. siðareglna þings­ins þ.e. a, b, og c lið og jafn­vel 7. grein siðareglna þings­ins. Ég tel að hér eigi við, í það minnsta, siðaregl­ur þing­manna 5. gr. b og 5. gr. e og rétt­ast er að þess­ari skyndi­ákvörðun at­vinnu­vega­nefnd­ar sem er ákvörðun um að breyta viðmiðun­ar­ár­um til kvóta­út­hlut­un­ar umræðulaust verði breytt til sam­ræm­is við lög samþykkt af Alþingi hið fyrsta,“ skrif­ar hann.

Vís­ar hann til ákvæða siðaregla sem kveða á um að alþing­is­menn skulu rækja störf sín af ábyrgð, heil­ind­um og heiðarleika, taka ákv­arðanir í al­mannaþágu og ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Jafn­fram til ákvæðir um að þing­menn skulu í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störf­um virðingu.

mbl.is