Merki um viðsnúning hjá Iceland Seafood

Ægir Páll Friðbertsson forstjóri Iceland Seafood International segir alla vísa …
Ægir Páll Friðbertsson forstjóri Iceland Seafood International segir alla vísa benda í rétta átt, ennþá er þó óvissa með þróun á mörkuðum. Ljósmynd/Iceland Seafood International

Mik­ill viðsnún­ing­ur hef­ur orðið í rekstri Ice­land Sea­food In­ternati­onal (ISI) og var aðlöguð af­koma á fyrstu níu mánuðum árs­ins fyr­ir skatta já­kvæð um 2,5 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði 367 millj­ón­um ís­lenskra króna. Á sama tíma­bili í fyrra var aðlöguð af­koma fé­lags­ins fyr­ir skatta nei­kvæð um 1,9 millj­ón­ir evra.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs ISI fyr­ir þriðja árs­fjórðung að tap fé­lags­ins á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024 var 1,5 millj­ón evra á móti 20,7 millj­ón­um á sama tíma­bili í fyrra.

Sam­stæðan seldi vör­ur fyr­ir 102 millj­ón­ir evra í þriðja árs­fjórðungi þessa árs og er það 6,5% aukn­ing frá sama tíma­bili í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum árs­ins nam sala 314 millj­ón­um evra sem er þó 1,3% minni sala en á sama tíma­bili en í fyrra.

Á réttri leið

„Fyrstu níu mánuðir árs­ins 2024 hafa full­vissað okk­ur um að við séum á réttri leið. All­ir helstu vís­ar benda í rétta átt. Það er mjög já­kvætt merki fyr­ir okk­ur sem erum á markaði sem hef­ur verið mjög krefj­andi á öll­um sviðum í nokkuð lang­an tíma núna. Háir vext­ir og verðbólga, hátt hrá­efn­is­verð, minni eft­ir­spurn, minnk­andi fiskneysla, póli­tísk­ur óstöðug­leiki og auk­inn geymslu- og flutn­ings­kostnaður,“ seg­ir Ægir Páll Friðberts­son for­stjóri ISI í til­kynn­ing­unni.

„Markaðir í Evr­ópu virðast vera að jafna sig hægt og ró­lega og eft­ir­spurn frá Banda­ríkja­markaði hef­ur auk­ist vegna banns Banda­ríkj­anna á rúss­nesk­an fisk. Við ger­um ráð fyr­ir að þorskverð hald­ist hátt á næstu árum vegna kvóta­skerðing­ar í Bar­ents­hafi. Laxa­verð var hátt á fyrri helm­ingi árs­ins en lækkaði vel um mitt ár. Við ger­um ráð fyr­ir stöðugu verði á laxi allt árið með hugs­an­legri hækk­un und­ir lok­in,“ seg­ir Ægir Páll.

Hann tek­ur þó fram að enn sé tölu­verð óvissa á mörkuðum, en já­kvæð teikn eru á lofti. Bend­ir hann á að vext­ir fara lækk­andi og verðbólga hjaðnar. „Hins veg­ar hafa háir vext­ir nei­kvæð áhrif á af­komu okk­ar miðað við síðasta ár. Þó að markaðir haldi áfram að vera slak­ir eru merki um bata og við erum vongóð um að það muni leiða til auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar á næstu mánuðum.“

Erfiður rekst­ur

Rekst­ur Ice­land Sea­food var um nokk­urn tíma erfiður og var þar sér­stak­lega erfitt að ná fram hagnaði í Bretlandi. Hafði verið gripið til ým­issa aðgerða svo sem að sam­eina rekst­ur fé­lags­ins í Grims­by og Bra­dford í glæ­nýtt vinnslu­hús í Grims­by 2020.

Markaðsaðstlðurn­ar virt­ust þó ekki vinna með rekstr­in­um og var ákveðið að hætta rekstr­in­um 2022. Í fyrra fannst síðan kaup­andi að breska dótt­ur­fé­lagi ISI.

Bjarni Árm­ans­son, sem hafði leitt ISI, seldi hluti sína í sam­stæðunni í sept­em­ber í fyrra alls 10,83% af fé­lag­inu. Brim hf. keypti hlut­ina á 5,3 krón­ur á hlut og var verðmæti viðskipt­anna um 1.640 millj­ón­ir króna.

Sam­hliða þess­um viðskipt­um lét Bjarni af störf­um sem for­stjóri og tók Ægir Páll við, en hann hafði áður starfað sem fram­kvlmda­stjóri Brims.

mbl.is